Menntamál - 01.12.1954, Page 36
70
MENNTAMÁL
til ísafjarðar, gekk hann í unglingaskólann þar í 2 vetur.
Haustið 1926 fór Ármann í gagnfræðaskólann á Akureyri
og lauk stúdentsprófi úr Menntaskólanum á Akureyri vor-
ið 1931. Sama haust sigldi hann til Osló og stundaði nám
í sálar- og uppeldisfræði við háskólann þar og lauk mag-
isterprófi 1936. Skólaárið 1937—38 var Ármann við fram-
haldsnám í Vínarborg og í Kaupmannahöfn.
Ármann Halldórsson var kennari við Kennaraskóla ís-
lands skólaárin 1936—37 og 1938—41, en haustið 1941
varð hann skólastjóri Miðbæjarbarnaskólans í Reykjavík.
Haustið 1949 fékk Ármannleyfifráskólastjórastörfumsök-
um vanheilsu, og tók hann ekki við þeim síðan. 1949—51
ritaði Ármann sögu Miðbæjarskólans og vann önnur störf
í þágu skólamála bæjarins eftir því, sem heilsan leyfði. En
haustið 1951 var hann ráðinn námsstjóri fyrir gagnfræða-
stigsskólana í Reykjavík og gegndi því starfi til síðustu
stundar.
Ármann Halldórsson var ágætur námsmaður og kunni
vel að meta kdhnara sína. Það kom honum að notum, þeg-
ar hann gerðist sjálfur kennari, enda var hann mjög vin-
sæll og farsæll kennari, athugull og samvizkusamur í hví-
vetna. Skólastjórn og námsstjórn fór Ármanni vel úr hendi.
Einkum lét honum vel að hugsa um og finna leiðir til þess
að námsdvöldin gæti orðið nemendum sem þroskavænleg-
ust og við hæfi hvers og eins. Störf þessi vann Ármann
með athygli og nákvæmni vísindamannsins, og fátt var
honum fjær skapi en að hafa hátt um það, er hann gerði eða
hafði í undirbúningi. Munu margir telja, að hann hafi í
þeim efnum verið óþarflega hlédrægur.
Ármann Halldórsson var mikilvirkur við ritstörf. Hann
þýddi a. m. k. 8 bækur allstórar. Þar á meðal má nefna ,,Um
uppeldi" eftir B. Russel og „Hagnýt barnasálarfræði“ eftir
Charlottu Búhler. Ritað hefur hann margar greinar í blöð
og tímarit um skóla og uppeldismál og var ritstjóri Mennta-
mála frá því í ársbyrjun 1947. Einnig flutti Ármann all-