Menntamál - 01.12.1954, Page 38
72
MENNTAMÁL
mörg erindi í útvarp og á kennaraþingum. Ármann var
málvandur mjög, hvort heldur hann ritaði eða mælti af
munni fram.
Við Ármann kynntumst fyrst, þegar hann varð kennari
við Kennaraskóla íslands haustið 1936. Fór þegar vel á
með okkur. Ármann var þá þegar gjörhugull, leitandi og
víðsýnn skólamaður. Hann kunni vel að samræma þekk-
ingu sína og reynslu á sviði uppeldismálanna. Það kom m.
a. glöggt í Ijós í störfum hans í „skólamálanefndinni" er
undirbjó skólalöggjöfina, sem lögfest var á alþingi 1946
og 1947. Athygli, drenglund og umhyggja fyrir nemendum
skólanna mótaði störf Ármanns, hvort heldur hann var
kennari við Kennaraskólann, skólastjóri Miðbæjarbarna-
skólans eða námsstjóri fyrir gagnfræðastigsskólana í
Reykjavík. Samstarfsmenn Ármanns munu lengi minnast
þessa hávaðalausa skólamanns. Þess munu þeir og minn-
ast, að fastur var hann fyrir, þegar hann hafði brotið mál
til mergjar og taldi sig hafa fundið æskilega lausn á þeim.
Kvæntur var Ármann Sigrúnu Guðbrandsdóttur, pró-
fasts Björnssonar frá Viðvík. Eignuðust þau 5 mannvæn-
leg börn. Hið elzta er nú 12 ára, en hið yngsta á 3. ári. Þau
hjónin voru mjög samhent, enda var mjög ánægjulegt að
koma á heimili þeirra.
Ég vil að lokum kveðja Ármann Halldórsson og þakka
honum lærdómsríkar samvistarstundir með eftirfarandi er-
indi úr Hávamálum:
Deyr fé, deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama,
en orðstír deyr aldregi
hveim sér góðan getur.
Helgi Elíasson.