Menntamál - 01.12.1954, Page 41
MENNTAMÁL
75
Þorsteinn G. Sigurðs-
son var Eyfirðingur að
ætt, fæddur 14. maí 1886
að Völlum í Saurbæjar-
hreppi, en ólst upp á
Strjúgsá í sama hreppi.
Hann lauk gagnfræðaprófi
í Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar og gerðist heimilis-
og farkennari 18 ára gam-
all í sveit sinni. Árið 1912
lauk hann kennaraprófi.
Næsta vetur kenndi hann
við lýðskólann á Hvítár-
bakka, svo var hann skóla-
stjóri í 3 ár í Ólafsvík, því
næst við Mýrarhúsaskóla
á Seltjarnarnesi. En 1922
er hann settur kennari við Barnaskóla Reykjavíkur, nú
Miðbæjarskólann, og þar starfaði hann til dauðadags.
Árið 1918 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Stein-
unni Guðbrandsdóttur. Átti hún sinn þátt í að gera heimili
þeirra glaðvært og ánægjulegt. Eignuðust þau fimm börn,
sem öll eru á lífi.
Þorsteinn hafði starfað að kennslu um nær 50 ára skeið.
Nemendahópur hans var því orðinn stór, og vil ég fullyrða,
að yfirleitt minntust þeir veru sinnar hjá honum með þakk-
látum huga, og gilti það jafnt um þá, sem erfitt áttu með
nám og hina, er lítið þurftu að hafa fyrir því, enda var
Þorsteinn einlægur barnavinur. Hann var stjórnsamur
kennari, en hann lagði ekki aðeins stund á að kenna lög-
boðnar greinar, heldur lífgaði skólastarfið með sögum og
ljóðum, enda mjög ljóðelskur og vel hagmæltur. Þorsteinn