Menntamál - 01.12.1954, Page 45
MENNTAMÁL
79
kunnugt er, hve mikið hann kunni af ljóðum og lögum og
að hann jþótti jafnan sjálfkjörinn foringi um söng og
ljóðaval, þar sem hann var staddur á fundum og sam-
komum kennara. Oft þó með góðri aðstoð síns ágæta félaga
Snorra Sigfússonar. Margar glaðar stundir eigum við
samherjarnir þeim að þakka. Áratugum saman voru þeir
hrókar alls fagnaðar á kennaramótum og fundum.
Kristinfræði voru Friðriki hjartfólgin. Hann var ein-
lægur trúmaður og kenndi þá námsgrein afburða vel. Þang-
að sótti hann styrk sinn, og hann hikaði ekki við að benda
nemendum sínum á mátt og gildi kristinnar trúar fyrir
mannlífið. Ræður hans við skólauppsagnir bera því glöggt
vitni. Hann var því hinn bezti stuðningsmaður kirkju-
legs starfs, hvar sem hann dvaldi, svo og hvers konar
menningarmála. Góðtemplarareglan átti í honum ótrauð-
an fylgismann alla ævi hans, því að aldrei neytti hann
áfengis né tóbaks. Vel var hann og íþróttum búinn og æfði
íþróttaflokk á fyrstu árum sínum á Suðureyri. Fóru þeir
í næstu sveitir og sýndu íþróttir við góðan orðstír.
Friðrik kvæntist vorið 1914 eftirlifandi konu sinni Þóru
Jónsdóttur frá Suðureyri. Hún var honum styrk stoð í
mikilsverðu starfi og hinn ágætasti samstarfsmaður, eigin-
kona, húsfreyja og móðir sex mannvænlegra barna. Eitt
þeirra dó á unga aldri, en 5 eru uppkomin og hafa stofnað
eigið heimili. Öll virðast þau feta í fótspor sinna ágætu for-
eldra í mannúðar- og menningarmálum, og er það vel.
Mundi það ekki vera mest gleði hverju foreldri að vita
börn sín helga sig þeim hugðarmálum, er þau sjálf hafa
fórnað langri ævi?-----
Hér skal staðar numið. Ég kveð þennan bernskuvin,
félaga og starfsbróður með þökk fyrir ævilanga tryggð.
Samtíðarmenn minnast hans allir með þakklátum huga, og
á spjöld sögunnar er nafn hans skráð meðal beztu kennar-
^nna á fyrra helmingi þessarar aldar.
Ingimar Jóhannesson.