Menntamál - 01.12.1954, Síða 47
MENNTAMÁL 81
var Ólafur biskup í Skálholti Gíslason, og voru þeir Jón
skólameistari og Ólafur biskup því systkinasynir.
Forfeður Jóns frá síra Oddi og afkomendur þeirra eru
margir þjóðkunnir menn. Þar á meðal má nefna skáldið
og málsnillinginn Sveinbjörn Egilsson, rektor, sem einn-
ig er fæddur í Innri-Njarðvík um 100 árum síðar eða 6.
marz 1791, dáinn 17. ágúst 1852, síra Björn Halldórsson í
Laufási, föður Þórhalls biskups, Runólf Magnús Olsen á
Þingeyrum, föður Björns M. Olsen prófessors, fyrsta há-
skólarektors á íslandi, og marga fleiri, þótt ekki séu þeir
taldir hér.
Jón í Skálholtsskóla.
Fimmtán ára gamall var Jón Þorkelsson sendur í Skál-
holtsskóla, og var þar við nám í 3 vetur. Faðir hans lézt,
er drengurinn var 10 ára, en móðir hans bjó við allgóð
efni og gat því kostað þennan gáfaða son þeirra til náms.
í Skálholtsskóla komu strax fram hinir miklu hæfileikar
Jóns Þorkelssonar; á öðru skólaári var hann efstur sinna
félaga, og er hann brautskráðist 18 ára gamall, var hann
efstur í skólanum. Jón Vídalín, hinn kunni predikari og
gáfumaður, var þá biskup í Skálholti og jafnframt um-
sjónarmaður skólans. Jón Vídalín var mjög vandur í kenn-
aravali. Hann veitti einnig sérstaka athygli þeim nemend-
um, er sýndu ágæta hæfileika eða sköruðu fram úr í námi
og studdi þá gjarnan til frekara náms og starfa. Einn
þessara pilta, sem Jón Vídalín veitti sérstaka athygli, var
Jón Þorkelsson. Eftir að Jón Þorkelsson hafði lokið skóla-
námi, dvaldi hann hér á landi um tveggja vetra tíma við
kennslu og aðrar lærdómsiðkanir, annan á Staðastað hjá
Þórði prófasti Jónssyni, mági biskups, en hinn í Skálholti
hjá Jóni biskupi sjálfum.
6