Menntamál - 01.12.1954, Síða 48
82
MENNTAMÁL
Háskólanám.
Að þessum tíma liðnum hélt hann til móður sinnar.
Hann stóð nú á tvítugu og hugði til framhaldsmennta er-
lendis. Ljótunn móðir hans veitti honum farareyri. Hélt
hann síðan yfir Miðnesheiði, þar sem nú liggur stærsti
flugvöllur Evrópu og hin framandi borg í heiðinni, steig
um borð í Bátsendafar og sigldi með því til Kaupmanna-
hafnar haustið 1717, en Kaupmannahöfn var þá og um
langan aldur sameiginleg höfuðborg íslendinga og Dana.
Er nú öldin önnur um ferðir og farartæki en var á dög-
um Jóns Þorkelssonar, og öðruvísi umhorfs á bernsku- og
æskustöðvum þeirra frændanna, Jóns og Sveinbjarnar
Egilssonar. Landið hefur breytt um svip. Kennileiti, sem
hvert hafði sína sögu að segja, eru nú að hverfa eða horfin
með öllu fyrir rás viðburðanna og tækni nútímans.
Um þessar mundir, eða 1703, er einn ábúandi (Halldór
Magnússon) í Keflavík, sem þá er konungseign eins og
fleiri jarðir á þeim tímum, og einn kaupmaður, en í Reykja-
vík, sem þá heyrir til Gullbringusýslu, er fólksfjöldinn á
sama tíma 150 manns.
Víkur nú sögunni aftur til Kaupmannahafnar. Settist
Jón nú í háskólann þar, sem þá var einnig háskóli Islands,
og lagði aðallega stund á málfræði og guðfræði; fór síðan
til Jótlands og Holtsetalands og dvaldi eitt ár við háskólann
í Kiel. Fékkst hann þar einkum við heimspeki og sögu.
Sýndi hann sem fyrr frábærar gáfur og lauk hinum ágæt-
ustu prófum.
Skólameistari og lærdómsmaður.
Dvaldist hann nú við ritstörf, kennslu og nám erlendis
samfleytt næstu árin til 1728 að undantekinni snöggri
ferð til Islands 1720 til að heimsækja ættingja sína. Eftir
heimkomuna 1728 varð hann skólameistari í Skálholti.
Hafði hann tekið sér fari heim með Magnúsi kaupmanni