Menntamál - 01.12.1954, Page 50
84
MENNTAMÁL
um land og þjóð. Þorvaldur Thoroddsen vitnar oft í rit
Jóns, tekur heila kafla úr ritum hans í Landfræðissöguna
og segir m. a.: „Jón Þorkelsson hefur, með því að rita yfir-
lit þetta, unnið þarft verk, hann hefur glöggar og betur en
fyrr lýst landi og þjóð, og hrakið með því margar skrök-
sögur eldri höfunda, átti hann því miklar þakkir skilið
fyrir starf sitt.“
Svo sem sjá má af formála að ævisögu Jóns Þorkelsson-
ar hefur Jóni Sigurðssyni þótt Jón skólameistari merki-
legur maður og „fengið Benedikt meistara Gröndal (d.
1907) og enn aðra til þess að skrifa upp fyrir sig ýmislegt
af merkustu ritum hans“ latneskum, „og sjálfur hefur Jón
Sigurðsson auk þess með eigin hendi skrifað upp“ þýðingu
Jóns rektors hina dönsku af Skólameistarasögum og Nýja
Hungurvöku, „sem hann einnig hefur á síðustu árum sín-
um fengið Sigurð skólakennara Sigurðsson (d. 1884) til að
þýða á íslenzku, og hefur því án efa ætlað sér að láta
prenta. Svo merkileg hefur honum þótt hún.“
Hugsjónamaður og brautryðjandi.
Jón Þorkelsson átti margar hugsjónir um betra land
og mannaðri þjóð en var um hans daga. Hann gerði því
margar tillögur til umbóta á ýmsum sviðum, einkum á
menningarmálum svo sem fræðslu- og kirkjumálum. Eru
margar tillögur hans og uppástungur svo merkar og frum-
legar, að telja má hann fyrirrennara og brautryðjanda
ýmissa þeirra menningarhátta, er vér metum nú mikils og
teljum oss ekki mega án vera í þjóðfélaginu. Má telja, að
Jón hafi skapað hliðstæðan kafla í menningarsögu lands-
ins og störf samtíðarmanns hans Skúla Magnússonar í
þágu iðnaðar og verzlunar.
Faðir barna- og álþýðufræðslunnar. Verknám.
Jón Þorkelsson hefur verið réttnefndur faðir barna- og
alþýðufræðslunnar í landinu, og má meðal annars benda á,