Menntamál - 01.12.1954, Page 52
86
MENNTAMÁL
Þá bar hann fram tillögu um „afnám brennivíns eða
hegning fyrir vanbrúkan þess og fyrir ofdrykkju, sem af
því leiðir“. Tillögu þessa bar hann fram í anda merkustu
samtíðarmanna sinna, er ofbauð óregla og drykkjuskap-
ur þjóðarinnar. Hér var fyrirboði og upphaf bindindis-
starfsemi í landinu.
Jón taldi nauðsynlegt að athuga, að ekki væri á eins
manns höndum mörg embætti eða sýslanir, sem fleiri
en einn gæti haft uppeldi af. Hér er eitt þeirra mála, sem
vér erum nú, eftir 200 ár, að glíma við.
Um utanfarir stúdenta til náms í Kaupmannahöfn ræð-
ir Jón og telur, að breytinga sé þörf. Höfundar að ævisögu
Jóns komast svo að orði um þetta mál: „Þetta athugunar-
efni stendur án efa í sambandi við þá þjóðlegu skoðun
Jóns, að hér á landi ætti að vera framhaldsskóli, eftir
latínuskólanámið, fyrir embættismannaefni landsins. Svo
gömul er háskólahugmyndin á landi hér.“ Jón skóla-
meistari hreyfir fyrst tillögum um ýmsar breytingar á
skólum og kennslufyrirkomulagi hér á landi 1733. Hafði
hann í huga að halda í Hítardal nokkurs konar presta-
skóla eða framhaldsskóla fyrir stúdenta. En prestaskóli
á fslandi er ekki stofnaður fyrr en rúmum 100 árum
síðar, árið 1847.
Þá er tillaga Jóns um „grasafræðing og landlækni,
af því að enginn er sá í landinu, er beri skynbragð á þessi
efni til gagns“, eins og hann orðar það. Höfundar ævi-
sögu Jóns segja, að hann eigi „upptökin að uppástungu
beint til stjórnarinnar um landlæknisembættið, sem komst
hér á 20 árum síðar, 1760 eða árið eftir dauða Jóns“, og
má telja, að þá hafi hin fyrsta af stórhugmyndum Jóns
komið til framkvæmda. í Tímariti Bókmenntafélagsins
XI. ár bls. 178 segir svo: „í skjalasafni stiptamtsins hér
er til bréf, sem sjálfsagt má telja fyrsta bréfið, sem hingað
til lands hefur verið ritað frá stjórnarvaldinu, að því er
snertir læknaskipun landsins. Bréfið er frá stiptamtmanni