Menntamál - 01.12.1954, Side 55
MENNTAMÁL
89
fæSingarhéraðs síns, Kjalarnessþings (þ. e. Gullbringu-
og Kjósarsýslu), sýndi hann bezt með því að gefa því
allar eigur sínar eftir sinn dag til uppeldisstofnunar.
Þessi mikla gjöf var í jarðeignum, bókum og reiðu fé.
Gjafabréfið var gert í Kaupmannahöfn 3. apríl 1759
og staðfest af konungi 20. s. m., og er aðalefni þess þetta:
„1. Bækur sínar allar íslenzkar, guðrækilegs efnis, bæði
prentaðar og handrit, gaf Jón rektor uppeldisstofnun
þeirri, sem allar eigur hans áttu að ganga til, þó þannig,
að þær skyldu geymast við kirkjuna í Innri-Njarðvík.
2. Allar aðrar eigur sínar bæði í Danmörku og á Is-
landi gaf hann í því skyni:
3. Að árlegur arður af þeim skyldi ganga til stofnunar,
þar sem allra aumustu og fátækustu börn í Kjalarnesþingi
skyldu fá kristilegt uppeldi, þar með talið húsnæði, klæði
og fæði, þangað til þau gætu séð fyrir sér sjálf.
4. Til þess að framkvæma erfðaskrána í öllum greinum,
tilnefndi hann þá: stiptamtmanninn yfir íslandi og bisk-
upinn yfir Sjálandsstipti.“
Framkvæmd erfSaskrárinnar.
Sá sjóður, sem þannig var myndaður, hefur ávallt verið
nefndur Thorkilliisjóður.
Ætla mætti, að þeir, sem við tóku, hefðu ekki látið sitt
eftir liggja, að framkvæma það, sem erfðaskráin mælir
fyrir um. En því miður rekum vér oss á þá beisku stað-
reynd, að þetta hefur farið mjög á annan veg. Þeir Finn-
ur biskup og Magnús amtmaður Gíslason sömdu reglu-
gerð 1761 fyrir væntnlegan skóla í Njarðvík, er stofna
skyldi og halda á vegum sjóðsins og í anda erfðaskrár-
innar. Þessi skóli komst aldrei á. Hins vegar var löngu
síðar (1792) komið á fót vísi að uppeldisskóla að Hausa-
stöðum á Álftanesi á kostnað sjóðsins. Skóli þessi starf-
aði aðeins um 20 ára skeið, og valt á ýmsu með hann og