Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 57
MENNTAMÁL
91
saga, því að hann ávaxtaðist illa og varð fyrir stórkost-
legum áföllum, einkum er Danmerkurríki varð gjald-
þrota 1813.
„Jarðirnar, sem Jón Þorkelsson átti hálfar eða meira,
voru alls átta. Sjóðstofnunin á Islandi var afgjaldið af
jörðunum, en aftur á móti lágu nokkur þúsund dalir á
vöxtum í Kaupmannahöfn. Sjóðurinn hér á Islandi var
lítill framan af, og V& hluti afgjaldsins gekk í umboðslaun,
Árið 1785 er hann orðinn 812 rdl. 33 skild. Árið 1814
voru í sjóði 494 rdl. 74 skild.; en árið áður varð Dan-
merkurríki gjaldþrota, svo að allir peningar féllu ógur-
lega í verði. Aðalgjaldeyrir var þá bankaseðlar, sem urðu
nálega einkis virði, svo að í næsta reikningi er sjóðurinn
horfinn að kalla, sökum þessa verðfalls á peningum, að-
eins 68 rdl. 37 sk. Árið 1824 eru í sjóði 1350 rdl. í kon-
unglegum skuldabréfum og í peningum 197 rdl. 76Vé sk.
Árið 1839 var sjóðurinn orðinn 8813 rdl., hafði hann vax-
ið svo mjög vegna þess, að jarðirnar höfðu verið seldar."
„Upphæðin í Kaupmannahöfn var árið 1770 4170 rdl. og
árið 1783 5700 rdl. Árið 1812 sama ár, sem Hausastaða-
skóli var lagður niður, átti sjóðurinn ytra 8878 rdl. Árið
1822 kom skýrsla um hag sjóðsins ytra, og voru þá þeir
8878 rdl., sem sjóðurinn átti 1812, vegna verðfallsins
1813 orðnir 2666 rdl. 4 mörk í silfri, og í peningum 56
rdl. í reiðu silfri, og 378 rdl. 4 mörk í seðlum og teiknum.
Árið 1839 var sjóðurinn ytra alls 3547 rdl. 63 sk. og á Is-
landi 8813 rdl. eða alls 12360 rdl. 63 sk.
Síðan 1855 hefur sjóðnum verið stjórnað hér á landi.“
Nú mun sjóðurinn vera um 260 þús. krónur.
Eftir 1909 hefur oft staðið styrr um sjóðinn.
Ef sjóðurinn hefði ávaxtazt áfallalaust og með eðlileg-
um hætti, ætti hann nú að skipta tugum milljóna eftir nú-
verandi verðgildi krónunnar.