Menntamál - 01.12.1954, Page 58
92
MENNTAMÁL
Bækur í Njarðvíkurkirkju.
Um bækur þær, sem um var getið og áttu að varðveit-
ast í Njarðvíkurkirkju er það að segja, að þær hafa
aldrei þangað komið, og má telja víst, að þær séu fyrir
löngu með öllu glataðar. Þann veg hefur farið um fram-
kvæmd á þessu hugsjónamáli Jón Þorkelssonar.
Eigi skal sakast um orðinn hlut, en við svo búið má eigi
standa lengur. 0g núlifandi kynslóð verður að gera sér
það ljóst, að það verður að falla í hennar hlut að bæta
úr því, sem vanrækt hefur verið í þessum efnum svo
sem verða má, og beini ég þar máli mínu til þjóðarinnar
allrar, sem er í mikilli þakkarskuld við Jón Þorkelsson,
en þó einkum til íbúa Gullbringu- og Kjósarsýslu og
Kjalarnessþings hins forna um að ganga hér fram fyrir
skjöldu.
Menntastofnun í Innri-Njarðvík.
Nú er þess að gæta, að ríkisvaldið hefur tekið að sér
það hlutverk, sem Thorkilliisjóðnum var ætlað, það er
skólauppeldi æskunnar í landinu. Það, sem gera ber nú,
er að gangast fyrir því, að stofnað verði veglegt mennta-
setur, menningarstöð, sem stæði m. a. vörð um íslenzka
tungu, þjóðleg verðmæti og norrænan menningar- og
minningaarf, helzt á fæðingarstað Jóns Þorkelssonar,
Innri-Njarðvík, en þar höfðu þeir Finnur biskup og
Magnús amtmaður ætlað uppeldisskólanum stað, svo sem
áður getur, eða annars staðar syðra, þar sem hentugra
þætti. Beri menningarstofnun þessi nafnið Thorkilliiskóli.
Innri-Njarðvík liggur miðsvæðis á Suðurnesjum við
hinn fiskisæla Faxaflóa sunnanverðan og er fornt höfuð-
ból og kirkjustaður síðan fyrir 1700. Sagt er, að faðir
Jóns, Þorkell lögréttumaður Jónsson, hafi fyrstur byggt
kirkju í Njarðvík. Þar hafa löngum búið merkir athafna-
menn.
Fólksfjöldi á Suðurnesjum fer nú ört vaxandi, og má