Menntamál - 01.12.1954, Síða 59
MENNTAMÁL
93
benda á það, að Keflavík, Njarðvíkur báðar og borgin í
heiðinni munu áður en langt líður byggjast saman og
verða, ef til vill, stærsta borg landsins, nútímaborg með
hitaveitu frá hverunum á Reykjanesi. Myndi hagnýting
jarðhitans (orku- og heilsulinda) á Reykjanesskaganum
og uppgræðsla skagans, þar sem í upphafi íslands-
byggðar skiptust á fagrir akrar, birkiskógar og grænir
vellir, svo sem mörg örnefni benda til, vera mjög í anda
Jóns Þorkelssonar, sbr. Gullbringuljóð hans og þjóðar-
og landslýsingar.
Mál þetta reifaði ég á uppeldismálaþingi, sem háð var
í Reykjavík sumarið 1953. Tók þingið málinu hið
bezta og ákvað að veita því brautargengi í samræmi við
ályktun um, „að Jóns Þorkelssonar yrði verðugast minnzt
með því að reisa á Suðurnesjum skóla til minningar um
hið merka ævistarf hans og miða stofnun skólans við
200. ártíð Jóns 5. maí 1959 og jafnframt 200 ára af-
mæli Thorkilliisjóðsins", sbr. Menntamál, 1953, bls. 114
—15. Mætti vænta stuðnings Alþingis og ríkisstjórnar og
þeirra stofnana, er fara með skóla- og kirkjumál landsins.
Vænti ég þess, að þjóðin taki máli þessu á þann eina veg,
sem sómi er að: að veglegt menntasetur til minningar um
Jón Þorkelsson verði risið á tvö hundruðustu ártíð hans,
árið 1959.
Aðalheimildarrit: Ævisaga Jóns Þorkelssonar skólameistara í Skál-
liolti eftir jón Þorkelsson og Klemens Jónsson, Rvík 1910, ef ekki er
annars getið.