Menntamál - 01.12.1954, Page 60
94
MENNTAMÁL
Ingibjörg Sigurðardóttir yfirkennari
lætur af störfum.
Það er fágætt, að emb-
ættismaður gangi að verki
í sömu stofnun á sjötta tug
ára samfellt, og ekki er
mér kunnugt um, að nokk-
ur íslenzkur barnakennari
annar en Ingibjörg Sigurð-
ardóttir hafi gert það.
Ingibjörg réðst að Barna-
skóla Reykjavíkur haust-
ið 1901, og hefur þjónað
honum síðan, en lætur nú
af störfum.
Ingibjörg er fædd í
Kaupmannahöfn 15. des.
1883, dóttir Sigurðar
kaupmanns Magnússonar í
Bráðræði og konu hans
Bergljótar Árnadóttur, alsystir Jóns Hj. prófessors og
Magnúsar heitins bankastjóra. Fluttist hún til Reykjavíkur
með foreldrum sínum um vorið 1884.
Menntamál hafa óskað eftir því að mega segja lítið eitt
frá þessum þrautgóða kennara. Ingibjörg tekur þeirri
beiðni svolítið fálega, því að „nú er margt talað, sem mætti
vera ótalað, og margt er skrifað, sem betur væri óskrifað,“
og ég er henni sammála um of til þess að neita því, en veit
sem er, að því meiri er þörfin að tala það og skrifa um
það, sem þess er vert.