Menntamál - 01.12.1954, Qupperneq 62
96
MENNTAMÁL
kennt móSurmálið, ef heimilin vanrækja það. Þá held ég,
að mikil breyting hafi orðið á skoðun almennings á kenn-
urum. Nú njóta kennarar meiri virðingar. Mun það að
þakka áhuga einstakra manna innan stéttarinnar og stétt-
inni í heild. Þá er líka aginn með öðru móti nú en áður.
Þegar ég var í skóla, þutu stundum löðrungar, svo að
söng í hausum“. Og Ingibjörg lýsir því, hvernig baldnir
prakkarar gátu gert skapríkum kennurum svo gramt í
geði, að þeim sveið sárar en nokkur snoppungur buldi.
„Svo var líka samband kennarans við heimili barnanna
meira en nú er. Ef barn t. d. veiktist, þá fór kennarinn
alltaf heim til þess til að vitja um það, þá var líka bærinn
minni, enginn sími og engar hjúkrunarkonur. Yið, sem til
þess vorum kjörin, fórum líka oft heim á fátæk heimili
með gjafir úr sjóði frú Ingibjargar Hansen. Og svo þurfti
að tala um börnin, sem lærðu lítið, seinþroska börnin, en
þau geta líka orðið nýtustu menn, jafnvel nýtustu emb-
ættismenn. Og ég hef kennt börnum, sem ekkert gátu lært,
en urðu þó beztu verkamenn. En flest voru börnin gáfuð
og skemmtileg og urðu sómafólk, og margt var gott í prökk-
urunum, og þeir hafa einnig orðið nýtir menn. Já, ég hef
ævinlega hlakkað til haustsins, er skólinn byrjar, en ég
hef hlakkað til vorsins líka.“
Hvað haldið þér, að þér hafið kennt mörgum nemendum?
Ingibjörg verður lítið eitt undrandi við þessa spurn-
ingu, og ég finn, að hún hyggur kennara hafa annað þarf-
ara að gera við nemendur sína en að telja þá, en hún
svarar:
„Það veit ég ekki, en ég á þá marga, þeir skipta þúsund-
um. Sumir angarnir kölluðu mann mömmu. Þeir eru vinn-
andi í öllum stéttum, þeir gegna háum sem lágum störfum
í þjóðfélaginu." „Sér eignar smali fé, þótt enga eigi hann
kindina,“ bætir hún við. Og hún nefnir nokkur nöfn, alls
konar herra, ráðherra, sendiherra og hvers konar stjóra
svo sem forstjóra og bílstjóra. Allir þessir menn hafa