Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 68
102
MENNTAMÁL
nútímakennari þyrfti að vera íkveikjumaður. Ég álít, að
það sé verkefni kennara, sem kenna börnum eldri en 11
ára, og stundum yngri, að kveikja í hugum þeirra, og ekki
mikið meira en það. Ef eldurinn hefur eitt sinn verið
kveiktur, þá á menning vor gnægð eldsneytis til að halda
honum vakandi.
Ef þið fallizt á þá skoðun, að annað verkefni kennar-
ans sé að glæða eld í sál barnsins, þá er hitt verkefni
hans að „móta skapgerð" þess, („Training of Character“),
svo sem áður var kallað. Nútímakennari í barnaskóla
lætur sér ekki nægja að veita fræðslu í lestri, skrift og
reikningi. Það er ekki nóg að heldur að bæta við kennslu
í tón- og söngmennt eða öðrum listum né heldur neinum
námsgreinum öðrum. í sérhverju landi er barnakennari
að hyggju umbótasinnaðra uppalenda maður, sem hjálpar
barninu til að öðlast þroska. Ég leitaði orðs um þetta verk,
og ég sá, að „skapgerðarmótun" á ekki við, að minnsta
kosti hæfir það ekki nútíma-sjónarmiðum og raunar ekki
heldur því verki, sem unnið er. Það er ekki mótað, ekki
þvingað í snið eða mót. Einu álíkurnar fann ég í starfi
garðyrkjumannsins. Barnaskólakennarar og hverjir kenn-
arar aðrir eiga að skipa svo umhverfi barnanna, að þar
bjóðist beztu tækifæri til þroska. Því þarf kennarinn að
gerþekkja umhverfi barnsins. Barnakennari, sem eitthvert
gagn er að, þekkir heimili sérhvers nemanda síns. Hann
verður að skilja áhrifin frá næsta umhverfi þess, er líkja
má við þræði í leikhúsbrúðu. Þessir þræðir rekjast ýmist
til ættar eða umhverfis, en kennarinn verður að gera sér
þá ljósa, hvort sem heldur er.
íkveikjumaður í kennarahópi þarfnast þekkingar, er
hann hefur hlotið hjá ljóst hugsandi mönnum og bezt fer
á, að aflað sé í háskóla, ef allt er með felldu. En ef hann
á að geta skilið umhverfi barna, þarfnast hann miklu
nánari kynna af hlutum, sem gerólíkir eru að eðli því,
sem tíðast er fjallað um í ritum háskólamanna. Hann