Menntamál - 01.12.1954, Síða 73
MENNTAMÁL
107
slíka háskólamenntun ekki fullgilda. Það er markmið okk-
ar, að ungir sem gamlir háskólar okkar séu einnig að
verulegu leyti heimili. Þetta takmarkar einnig tölu há-
skólastúdenta.
Árið 1945 var ákveðið að koma á nánum tengslum milli
kennaraskóla og uppeldisdeilda háskólanna. Þannig er
hver enskur háskóli í nánum tengslum við ákveðinn hóp
kennaraskóla. Með tengslum þessum vinnst þrennt:
1. Skólastjórar og kennarar kennaraskóla tengjast
starfsbræðrum sínum við háskólana í vinsemd og vísinda-
legu starfi, og hljóta þeir með því aðstöðu, sem þeim ber.
2. Háskólarnir taka mikinn þátt í fagvísindalegu og upp-
eldislegu starfi kennaraskóla. Nú er enginn háskóli á Eng-
landi, sem hefur ekki áhuga á sérhverjum þætti í mennt-
un kennara. Þetta á ekki einungis við nám í einstökum
greinum og próf, heldur einnig barnasálarfræði og uppeld-
islega menntun í heild. Með öðrum orðum sagt: Háskól-
arnir hvorki geta né vilja einangra sig frá kennaraskól-
unum. Þeir kenna á engan hátt til fjarlægðar frá þeim,
heldur una þeir vel tengslum sínum við þá vegna hlut-
deildarinnar í menntun barnakennaranna. 3. Þá er starf
uppeldisdeilda háskólanna að uppeldisvísindum íhugunar-
vert, en þær gegna líku hlutverki og það nám, er veitir
meistaragráðu í uppeldisfræði við bandaríska háskóla,
nefnilega að bæta faglega hæfni kennarastéttarinnar í
skólastarfi. Ég veit ekki betur en hver uppeldisdeild í Eng-
landi geti nú veitt skilríki fyrir æðra námi, er kennarar
geta stundað samhliða starfi sínu á 2—3 árum, þ. e. a. s.:
Á þessum tíma starfa þeir í samvinnu við prófessora og
dósenta uppeldisdeildanna og sérfræðinga í leiðbeining-
um fyrir kennara. Að auki er hver uppeldisdeild í tengsl-
um við vinnuflokka kennara, sem starfa með þeim að
rannsóknum og skólamálum. Hér gefst kennurum það
tækifæri til að læra svo af reynslunni, sem fyrr var að
vikið, að verða megi drjúg stoð fræðilegum skilningi