Menntamál - 01.12.1954, Qupperneq 74
108
MENNTAMÁL
þeirra. Ég ætla, að sú málamiðlun, sem hér hefur verið
lýst og í upphafi stafaði af því, að engin von var til að
breyta viðhorfi háskólanna, feli í sér marga þætti þeirrar
menntunar, er til þarf, ef kennarinn á að gera hvort
tveggja, að „kveikja“ og „yrkja“.
Að lokum þykir mér hæfa að gagnrýna kerfi þetta.
1. Yfirleitt má segja, að nemendur kennaraskóla séu í
lausari tengslum við háskólana og kennara þeirra en
æskilegt væri. Þetta stafar einkum af því, að kennaraskól-
ar eru í mikilli fjarlægð frá háskólunum, stundum 30 míl-
ur eða meir. 2. í kennaraskólum eru menn, sem allir búa
sig undir sömu stöðu. Þá brestur kynni af væntanlegum
læknum, tannlæknum, verkfræðingum og öðrum, sem
kynnast má í háskólum. Að þessu hefur engin lausn fund-
izt á þessum vanda. Á hinn bóginn er nú í kennaraskól-
um ákveðinn hundraðshluti fullorðinna nemenda, sem
þar eru í samræmi við reglur, er settar voru í styrjaldar-
lokin um menntun kennara á erfiðum tímum. Þessir nem-
endur eru gæddir margháttaðri lífsreynslu, sem hefur holl
áhrif í kennaraskólum. Þá er það galli, að margir kenn-
araskólar eru ekki samskólar, en ég álít, — en ef til vill
er ég trúvillingur — að allir kennaraskólar fyrir nemend-
ur eldri en 18 ára skuli vera samskólar með heimavist.
Ég hef kynnzt mörgum slíkum skólum, og ég álít, að þeir
veiti tækifæri til bezts þroska fyrir flesta. Þá eru hjá
okkur allmargir einkakennaraskólar, sem viðtöku veita
körlum og konum, eigi aðeins kennaranemum, heldur einn-
ig kennurum við sunnudagaskóla, æskulýðsstarf og fleira.
Þannig er nokkur innbyrðis munur á mannvali sumra
kennaraskóla, enda þótt þeir njóti yfirleitt ekki mikils
álits.
Þá erum við svo hamingjusamir, að í flestum kennara-
skólum okkar dveljast erlendir stúdentar, frá Afríku, Ind-
landi, Pakistan, og — ég get sagt mér til ánægju — einn-
ig skiptistúdentar frá Bandaríkjunum. Með þessum hætti