Menntamál - 01.12.1954, Page 77
MENNTAMÁL
111
við skólana hér heima hliðstæðu eftirlitsstarfi og aðgerð-
um gegn málhelti og málgöllum og nú er hafið við flesta
skóla í bæjum og borgum í Danmörku, Noregi og víðar.
Eftir að hafa spurzt fyrir hjá fræðslumálastjórninni í
Reykjavík um áhuga á þessum málum og að fengnum já-
kvæðum svörum þar, hóf
ég veturinn 1952—1953
nám í talkennslu (logop-
ædi, talepædagogik) í
Kaupmannahöfn.
Að loknu námi í Kaup-
mannahöfn heimsótti ég
nokkra skóla og stofnanir
í Danmörku, sem annast
kennslu málhaltra, mál-
gallaðra og treglæsra
(dyslexiskra eða les-
blindra) barna. (Sér-
kennsla barna með sérlega
lestrarörðugleika, „ord-
blindhed“, er einn liður í
námi og störfum talkenn-
ara.) — Ég heimsótti m. a.
Statens institut for talelid-
ende í Árósum á Jótlandi, og tók þátt í ársþingi danskra tal-
kennara, sem haldið var þar í borginni.
Sumarið 1953 ferðaðist ég um Noreg og kynnti mér
framkvæmd og skipulagningu þessara mála þar í landi.
Heimsótti ég stofnun þá, sem norska ríkið starfrækir,
Granhaug off. skole for barn og ungdom med talefeil.
(Skólinn er á Lysaker, skammt frá Osló.) — Fékk ég þar
prýðilega fyrirgreiðslu, margháttaðan fróðleik og gagn-
legar upplýsingar.
Kröfur þær, sem gerðar eru um sérmenntun talkenn-
ara í Danmörku hafa verið auknar nokkuð á síðari ár-