Menntamál - 01.12.1954, Page 79
MENNTAMÁL
113
hljóðasambanda eða vandkvæði og ágallar af völdum rangr-
ar eða ófullkominnar beitingar talfæranna og raddarinn-
ar ekki almennt vera talið málhelti eða valda málhelti. •—
Þannig mun ekki rétt að kalla málhelti allt það, sem á
dönsku er nefnt talelidelser eða á norsku talevansker. —
Mætti til aðgreiningar nefna það hér málgalla.
Það hlýtur ætíð að verða matsatriði, hvað telja beri mál-
helti eða málgalla og hversu smávægileg vandkvæði eða
ágalla beri að telja með í því sambandi. Eins getur það
verið álitamál, hvort afbrigðilegur framburður málhljóða
svo sem linmæli á harðhljóðum og hljóðvilla á sérhljóðum
(flámæli o. fl.), skuli telja málgalla, er beri að rétta, eða
mállýzkuafbrigði, sem eigi að einhverju leyti rétt á sér
jafnt og annar framburður. — Flestir munu þó sammála
um, að flámæli beri að rétta. Og ætti samkvæmt því að
telja það málgalla.
Sem dæmi um málhelti vil ég nefna hér: stam, nefmæli af
völdum gómrifu, máltregðu eða mjög takmarkað mál, mál-
vöntun, (hörstumhed og aphasi). Og sem dæmi um ýmsa
málgalla mætti nefna: smámæli, að vera blestur á máli eða
smámæltur, kverkmæltur, að „skrolla“ eða geta ekki sagt
tungubrodds-r, nefmæli opið og lokað, að tala fram í nefið,
og fleira.
3. — Á síðastl. vetri var kannaður fjöldi málhaltra og
málgallaðra barna í barnaskólum Reykjavíkur. Voru þar
talin öll þau börn, sem vitað var um og til náðist og ástæða
var til að ætla að þörfnuðust sérkennslu eða aðgerða.
Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós, svo sem vænta
mátti, að hlutfallslegur fjöldi málhaltra barna er hér engu
minni en í öðrum þeim löndum, sem skýrslur ná til. Á
hinn bóginn töldust hér hlutfallslega fleiri börn með ýmsa
málgalla. Munu ástæður til þess vera einkum tvær. í fyrsta
lagi, að hér hefur ekki fyrr verið gerð gangskör að því
að rétta slíka málgalla hjá skólabörnum og lítil áherzla
lögð á sérstaka kennslu talmálsins í skólunum, og í öðru
8