Menntamál - 01.12.1954, Qupperneq 80
114
MENNTAMÁL
lagi mun hafa verið gengið hér öllu hreinna til verks við
talninguna en víðast hvar annars staðar.
Hlutfallstölur málhaltra og málgallaðra barna reyndust
vera sem hér segir: stam 0,59%, holgóma 0,05%, kverkm.
0,30%, smámæli 0,73%, 1. nefm. 0,87%, o. nefm. 0,26%,
raddv. og óskýr framb. 1,03%, vanþroskað málfar 0,69%,
flámæli 0,23%.
Samkvæmt þessum hlutfallstölum lætur nærri, að í
hverri bekkjardeild (25—30 nem.) sé að jafnaði a. m. k.
eitt barn, sem þarfnast einhverrar sérstakrar aðgerðar
eða athugunar í sambandi við málfarið.
Væntanlega verður síðar skýrt nánar frá þessum athug-
unum og því starfi, sem hér er hafið á þessu sviði.
Æskilegt væri að safnað yrði sem fyrst skýrslum um
málhölt og málgölluð börn frá öllu landinu, þannig að
heildaryfirlit fengist um þetta efni hér á landi. Þyrfti þá
að leita aðstoðar kennara, skólastjóra og námstjóra í öll-
um landshlutum um slíka könnun og skýrslusöfnun.
4. — Erfitt er í stuttu máli að gefa ráð viðkomandi
lagfæringu eða lækningu á málhelti. Æskilegast væri, að
öll málhölt börn og unglingar gætu notið hjálpar fólks
með sérþekkingu á vandkvæðum þeirra og ágöllum, á sama
hátt og sjúklingum er bezt borgið undir umsjá sérfróðra
lækna. — En að því er snertir áhrif hins daglega umhverf-
is á mál barna eða afskipti af málfari þeirra — afskipti
sem ýmist geta varnað eða valdið málhelti (t. d. stami),
— má benda á, að börn með ófullkomið eða að einhverju
leyti vanþroskað málfar þarfnast þess ætíð, að þeim sé
sýnd nærgætni og þolinmæði í stað harkalegrar umvönd-
unarsemi eða eftirreksturs, er þau gera tilraunir til að
tala eða segja frá einhverju, ekki sízt, ef jafnframt er
um að ræða börn með viðkvæma skapgerð. Leiðréttingum
þarf að vera þannig hagað, að barnið verði þeirra sem
minnst vart, en komist upp á að segja orð og setningar
rétt við eftirlíkingu rétts máls. Á sama hátt ber þess að