Menntamál - 01.12.1954, Page 84
118
MENNTAMÁL
SIGURÐUR G UNNARSSON, Húsavík:
Brezkir skólar.
Síðastliðið skólaár var mér veitt eins árs orlof til þess
að kynna mér skólamál meðal nágrannaþj óðanna. Tölu-
verðan hluta af tíma mínum, eða nánar til tekið nærri
fimm mánuði, dvaldi ég í Bretlandi. Rættist þannig gam-
all draumur um að kynnast nokkuð þeirri merkilegu þjóð
og ná sómasamlegu valdi á tungu hennar.
Upphaflega var ætlun mín sú að dvelja mest í Skot-
landi og Nottingham og nágrenni hennar. En atvik hög-
uðu því svo, að meiri hluta tímans dvaldi ég í skólum í
London og nálægum héruðum. Síðustu þrjár vikurnar,
áður en skólum lauk fyrir jól, dvaldi ég þó í Nottingham
og Skotlandi.
Skólaheimsóknir mínar batt ég að mestu við barna- og
unglingaskóla, eða með öðrum orðum skyldustigið. Þó
kynnti ég mér nokkuð kennaraskóla og kennaranám, og hið
frjálsa „public“-skólakerfi. Einnig kynnti ég mér lítillega
smábarnaskóla (nursery-schools) þ. e. skóla með börnum
innan skólaskyldualdurs, frá þriggja og hálfs til fimm ára.
að heim í sumarleyfi þeirra næsta sumar, enda munu
stjórnir kennarasamtakanna hafa fullan hug á, að svo
verði gert. Ýmissa hluta vegna er nauðsynlegt, að slikt
heimboð verði ákveðið fyrir áramót, svo að enginn drátt-
ur má á því verða, að hafizt verði handa með undirbún-
inginn. Mun sambandsstjórn íslenzkra barnakennara þeg-
ar hafa ákveðið að beita sér fyrir skipun nefndar í þessu
skyni. Verður þá að sjálfsögðu leitað fyrst og fremst til
kennara víðs vegar um landið um dvalarstaði handa gest-
unum eða aðra þátttöku.