Menntamál - 01.12.1954, Side 90
124
MENNTAMÁL
nýir, eins og gengur, og allt þar á milli. Gömlu skólarnir
eru að sjálfsögðu ýmsir þröngir og óhentugir, en flestir
þeir nýju, sem ég kom í, fjarska hentugir og haglega
gerðir. Fegurstu og hentugustu skólana sá ég í Kent,
Nottingham og Skotlandi. Var þar margt athyglisvert og
til fyrirmyndar. Ekkert skólahús tekur þó fram því, sem
bezt má finna hér á landi. — Nýjustu skóla sína marga
byggja Bretar sem einnar hæðar hús. Tel ég þá gerð
mjög athyglisverða. Einkum eru mér minnisstæðir sumir
sveitaskólar af þeirri gerð, staðsettir í undurfögru um-
hverfi .
Slcólastofurnar eru að sjálfsögðu nokkuð misjafnar eftir
aldri og gerð skólahúsanna. En hræddur er ég um, að
fleirum en mér þættu skólastofur borganna fremur óhrein-
ar, margar hverjar. Ástæðan er sú, að loftið er langtím-
um saman mettað af sóti og ryki, sem óhjákvæmilega
berst inn í skólann. Fólk, sem býr við slíkt, hættir að
kippa sér upp við rykbletti á veggjum. — Annars eru
skólastofurnar yfirleitt vel um gengnar og vel útbúnar,
og víða með ágætum. Fagrar myndir prýða víða stofur
og ganga, en sérstök fyrirtæki sjá svo um, að skólarnir
geti fengið fagrar, viðeigandi og ódýrar myndir í því
skyni. Þetta á ekki sízt við smábarnaskólana, þar sem
börnin eru frá fimm til sjö ára. Þar var hver stofa frá-
bærlega vel út búin. Englendingar gera alveg ótrúlega
mikið fyrir þetta aldursstig. Ég efa næstum, að mér yrði
trúað, ef ég teldi upp öll þau margvíslegu og glæsilegu
tæki, sem finna má yfirleitt 1 kennslustofum smábarna í
Englandi. Það er næsta furðulegt. Og litmyndabækurnar
til lestrar, athugana og margvíslegra starfa eru óteljandi
og undursamlegar. f raun og veru eru þessi aldursstig
einn samfelldur leikskóli, þar sem frelsi til athafna er
næstum ótakmarkað. Þó er þarna að sjálfsögðu lagður
góður grundvöllur í lestri, skrift og reikningi.
Ég var hrifinn af því að kynnast starfi Englendinga á