Menntamál - 01.12.1954, Page 92
126
MENNTAMÁL
Ég hef áður drepið á frelsi skólastjóra varðandi val
námsbóka og tækja. En frjálsræði þeirra er miklu víð-
tækara. Námsskrá er t. d. ekki lögð í hendur þeirra, held-
ur búa þeir hana til sjálfir. Og í samræmi við þetta frelsi
fyrirskipa margir aðeins ákveðna tíma í vissum greinum,
en lofa kennurum sínum algerlega að ráða niðurröðun
hinna tímanna. Hins vegar ætlast ýmsir skólastjórar til
þess, að kennarar skili í vikulok glöggri áætlun um kennslu
næstu viku. Ef til vill breyta þeir henni, ef til vill ekki.
Á þennan hátt telja þeir sig bezt geta fylgzt með starfi
kennaranna. Vafalaust hefur þetta ýmsa kosti. Brezkir
skólastjórar hafa yfirleitt mjög óbundnar hendur. Kennslu-
skylda þeirra er bundin við furðu lága lágmarkstölu. Hafa
þeir því góða aðstöðu til margs konar eftirlits innan
skóla sinna .
Daglegar morgunbænir eru eitt af því fáa, sem skól-
unum er beinlínis fyrirskipað af stjórnarvöldunum. Þess
vegna hefst hver skóladagur með stuttri guðsþjónustu.
Skólinn sér um þá athöfn fjóra daga vikunnar, en útvarp-
ið einn. — Svo sem kunnugt er, er brezka þjóðin mjög
kirkjurækin. Ég varð fyrst var við áhrif þess í skólun-
um. Ég varð, í fáum orðum sagt, hrifinn af þessum bæna-
stundum. Þær fóru nær undantekningarlaust frábærlega
vel fram, og voru til sannrar fyrirmyndar. Hin djúpa al-
vara og siðlega festa, sem einkenndi framkomu barnanna,
mun mér seint úr minni líða. Það fer vart á milli mála, að
slíkar athafnir, sem mótast af svo mikilli einlægni, festu
og trúartrausti, marka heillarík spor í bljúgar barnssál-
irnar. Mun þetta atriði skólastarfsins og kristindóms-
fræðslan yfirleitt, sem mikil áherzla er lögð á, eiga drjúg-
an þátt í hinni þroskuðu og fáguðu framkomu barnanna.
Hver skóli á undantekningarlítið sinn eigin samkomusal,
og eru þeir margir mjög stórir og fullkomnir. Þar fara
morgunbænirnar fram, og svo margvísleg félagsstarf-
semi. En strax á þessu skólastigi eru margþætt félags-