Menntamál - 01.12.1954, Page 94
128
MENNTAMÁL
andi áhrif. Skólarnir eiga margt af slíkum tækjum, og
varð maður ekki sízt var við það í sambandi við frjálsa
tíma, sem eru tveir eða fleiri vikulega hjá hverjum bekk.
Langmest áherzla virtist mér lögð á kennslu í móður-
máli og reikningi. Orðaaðferðin er þar afar útbreidd
lestrarkennsluaðferð, og fá kennarar undursamlegar bæk-
ur, orðasöfn, myndir og tæki til hjálpar í starfi sínu.
Hljóðkennsluaðferðina kváðu þeir ekki eiga við brezka
tungu. Hver bekkur hefur yfirleitt allfjölbreytt bókasafn,
en auk þess hafa líka ýmsir skólar sérstök skólasöfn á
þessu stigi, þótt þau séu fyrst og fremst á framhaldsstig-
inu, eins og síðar verður vikið að. Mikil áherzla er lögð
á góða framsögn. — Ensk tunga er ekki auðrituð, eins
og kunnugt er. Til þess að auðvelda það nám, hafa skóla-
menn samið urmul hjálparbóka. Ýmsar þeirra taldi ég
mjög athyglisverðar og hafði hugsað mér að kynna þær.
En skömmu eftir að ég kom heim, fékk ég í hendur rit-
æfingahefti, sem byggt er upp á enskum grundvelli, tekið
saman af Ársæli Sigurðssyni, kennara. Heftið er gott, og
vona ég, að Ársæll haldi hiklaust áfram.
Þá er utanaðlærdómur einstakra orða (spelling) afar
algengur, og lögð á hann mikil áherzla. Börnin eru látin
læra ákveðinn orðafjölda fyrir ákveðna tíma. Síðan eru
sífelld æfingapróf og margs konar verðlaunaveitingar í
því sambandi. Skapar hvort tveggja að sjálfsögðu mikla
keppni. Orðalistar fyrir kennara og nemendur eru út
gefnir í þessum tilgangi. í sumum þeirra eru orðin látin
ríma saman og námið auðveldað á þann hátt. Bretar
byggja þetta á langri athugun og reynslu og mundu vart
halda þessu lagi, ef það gæfi ekki góða raun. Þar sem ís-
lenzkan er fremur vandritað mál, hallast ég meira og
meira að þeirri skoðun, að þarna sé fordæmi, sem við
ættum að veita nána athygli.
Ég gat þess áðan, að mikil áherzla væri lögð á reikning.
Margir kennarar töluðu um, að mjög erfitt væri að kenna