Menntamál - 01.12.1954, Page 96
130
MENNTAMÁL
GUÐJÓN GUÐJÓNSSON fyrrv. skólastjóri:
Ur vesturvegi.
Þegar mér gafst kostur á því síðastliðið ár að dvelja
um nokkurra mánaða skeið í Bandaríkjunum og kynnast
nokkuð fræðslumálum Vestmanna, tók ég því boði fegins
hugar. Ég þóttist viss um, að á því sviði mundi margt að
finna athyglisvert og lærdómsríkt hjá svo ungri, þrótt-
mikilli og framsækinni þjóð. Að vísu óraði mig fyrir, að
það mundi reynast mér meira en sex mánaða verk að
kynnast menntamálum þeirra til nokkurrar hlítar, og
það kom á daginn. En ég tel mér þó skylt að verða við
þeirri beiðni ritstjóra Menntamála að reyna að gera
grein fyrir nokkrum dráttum í svipmóti og skipan banda
rískrar alþýðufræðslu, eftir því sem hún kom mér fyrir
sjónir við þessi kynni.
Ég var meðal 300 kennara víðsvegar að úr öllum álfum
heims, sem boðið hafði verið til þessarar kynnisdvalar.
Fyrstu vikurnar þrjár dvaldi flokkurinn í Washington, og
var þeim tíma að mestu varið til þess að kynnast menn-
ingarstofnunum borgarinnar, borginni sjálfri og um-
hverfi hennar, hlýða á fræðsluerindi um sögu þjóðarinnar,
atvinnulíf og stjórnskipan, og var þar stiklað á stærstu at-
riðum. Síðan var flokknum skipt í 20—30 manna hópa, og
fékk hver sína áætlun um ferðir og dvalarstaði. Voru þær
að því leyti líkar, að hver hópur skyldi hafa samastað um
þriggja mánaða skeið í einhverri meiri háttar borg, flestir
með bækistöð við kennaradeild í háskóla. Var þeim ætlað
ýmist að hlýða á kennslu í kennaradeildinni eftir vild eða
heimsækja skóla í borginni og kynna sér starfshætti þeirra.
Að lokinni þessari dvöl var hópunum sundrað. Menn