Menntamál - 01.12.1954, Page 100
134
MENNTAMÁL
af samtali, en enginn glaumur, því síður óp eða ólæti. Eftir
máltíð skilaði hver sínum mataráhöldum. Ég gekk um sal-
inn og skoðaði viðskilnaðinn. Mjög sjaldan sáust matar-
molar eða slettur á borðum eða gólfi. Þótti mér þetta góð-
ur vottur um siðmenningu fólksins.
Spyrja má, hvort sú áherzla, sem lögð er á hinn sið-
ræna þátt í starfi skólanna, verði ekki að einhverju leyti á
kostnað hins eiginlega bóknáms. Um það skal ég ekkert
fullyrða. Er óhægt um samanburð og mat, því að í mörg-
um greinum er sitt námsefni í hverju landi, jafnvel í hlið-
stæðum skólaflokkum. Á það einkum við um lesgreinar, svo
sem sögu og landafræði og raunar fleira. Hver þjóð leggur
að sjálfsögðu mesta áherzlu á það, sem henni er næst og
hún telur sig varða mest. En þótt svo væri, að t. d. íslenzk-
ir unglingar gætu sýnt á prófi, að þeim hefði tekizt að
leggja á minnið í svipinn nokkru fleiri þekkingarmola en
jafnaldrar þeirra vestan hafs, er eftir að meta, hvort það
er þeim til varanlegrar blessunar, ef þeim skyldi vera á-
fátt í þeirri list að lifa lífi sínu í mannlegu samfélagi sér
og öðrum til gleði og gæfu.
Guðjón Gu&jónsson.