Menntamál - 01.12.1954, Page 101
menntamál
135
HANNES J. MAGNÚSSON skólastjóri:
Fyrirmyndar samvinna.
Þann 20. marz veturinn 1953 stóð ég utan við dyrnar
á Ruselokkaskólanum í Osló, en þangað hafði Ribskog
fræðslumálastjóri ráðlagt mér að koma. Ég hitti skóla-
stjórann, Olav Kvalheim, drengilegan mann og mjög fram-
arlega í hópi norskra kennara. Hann leiddi mig inn í
skrifstofu sína og hafði frá mörgu að segja.
Þetta er fyrir margra hluta sakir einn hinna merkasti
skóli í Osló. Skólahúsið er að vísu 80 ára gamalt, og árið
1938 var talað um að rífa það. En í stað þess var ákveð-
ið að hefja á því gagngerðar endurbætur og bæta við
nýjum stofum til alls konar sérkennslu og nýtízku vinnu-
stofum. Þá var einnig bætt við fimleikasal og sundlaug.
Árið 1940 var skólinn nálega fullbúinn, en þá komu Þjóð-
verjar og hernámu skólann. Héldu þeir honum þar til árið
1945. Þá kom það í ljós, að nálega allt var eyðilagt, sem
áður hafði verið endurbætt. Sárast þótti forráðamönnum
skólans, að nálega öll húsgögn og kennslutæki voru ger-
samlega ónothæf orðin, og þó að bæjarfélagið hefði fullan
hug á að bæta úr þessu, var það augljóst, að það myndi
taka 10—20 ár.
Skóli þessi var svo illa kominn, að foreldrar vildu
ógjarnan láta börn sín fara þangað, svo að útlitið var ekki
glæsilegt. Þá boðar skólastjóri kennara og foreldra á
fund og segir: „Nú er það undir ykkur komið, hvort
þessi skóli á að verða einn af lélegustu skólum borgarinnar
eða einn af þeim beztu. Okkur vantar allt. Allt er í niður-
níðslu. Viljið þið hjálpa til að reisa skólann og skólastarf-
ið úr rústum, svo að við getum eignazt góðan skóla?“