Menntamál - 01.12.1954, Qupperneq 104
138
MENNTAMÁL
Ætlunin er, að hinar 46 deildir skólans noti hann til nátt-
úrufræðilegra athugana á Oslófirði og umhverfis hann.
Þetta er fyrsti skólabáturinn í Noregi.
Tómstundastarfið við þennan skóla er geysilega víð-
tækt, og taka þátt í því um 50% allra barnanna. Stendur
það yfir á tímabilinu kl. 5—7 dag hvern og stundum leng-
ur. Áður var það svo, sagði skólastj órinn, að þegar börn-
in höfðu tekið burtfararpróf, voru flestir fegnir að losna,
en nú sækjast unglingar mjög eftir að fá að taka þátt í
tómstundastarfinu áfram. Af öðrum greinum tómstunda-
starfsins mætti nefna tré- og járnsmíði, sem bæði piltar
og stúlkur taka þátt í, listdans, heilsufræði og hjúkrun,
íþróttir alls konar, vélfræði, þar sem drengir læra að
fara með bifreiða- og bátavélar, þá er sérstakur flokk-
ur, sem hlustar á sígilda músik.
Auðvitað á skólinn segulband og notar það á margan
hátt. M. a. hafa verið teknar á segulband raddir nálega
allra fugla í Noregi, eða 70 fuglaraddir. Ekki á skólinn
kvikmyndatökuvél, en það er eitt af því, sem næst ligg-
ur að veita sér.
Tómstundastarfið er svo fyrirferðamikið í lífi skól-
ans, að það setur mark sitt á það, eins og raunar fleiri
skóla í Noregi. Það er eins konar krydd, sem gerir allt
skólalífið eftirsóknarvert og skemmtilegt. Þarna leggja
foreldrar einnig fram nokkurt fé á móti bæjarsjóði, eða
2000 kr. á móti 6000 kr. þennan umgetna vetur. Fer þetta
fé að mestu til að greiða leiðbeinendum kaup fyrir vinnu
sína.
Mér virðist þessi samvinna foreldra, kennara og nem-
enda við Ruselokkaskólann vera svo merkileg og til mik-
illar fyrirmyndar, að ég vildi biðja Menntamál að koma
þessu á framfæri. Og þessi samvinna hefur einnig á
margan annan hátt haft góð og blessunarrík áhrif á skóla-
lífið í heild. Og hún sýnir, hvað hægt er að komast langt,
þegar allir vinna saman.