Menntamál - 01.12.1954, Page 105
MENNTAMÁL
139
C. R. E. GILLETT:
Tilrauna- og kennsluráð í þágu uppeldis-
og skólamála í Englandi.
í lok seinni heimsstyrjaldar var komið á fót tilrauna- og
kennsluráðum (Area Training Organisations). Tóku þau
við af svo kölluðum prófnefndum. Ráðin sinna öllum
sömu verkefnum og prófnefndirnar áður, en auk þeirra
mörgum nýjum.
I Englandi og Wales eru 18 tilrauna- og kennsluráð
starfandi, öll tengd háskólum. 1 daglegu tali eru þau kölluð
tilraunaráð eða æfinga (tilrauna) skólar.
Af þessum 18 tilraunaráðum eru 15 beinlínis hluti af
viðkomandi háskólum, bæði að því er varðar fjárhag og
stjórn. Þrjú þeirra eru hins vegar sjálfstæðar stofnanir
og fá fé til starfsemi sinnar beint frá menntamálaráðu-
neytinu. Engu að síður eiga þau náið samstarf við háskóla
þann, þar sem þau hafa aðsetur, og öll hafa ráðin sömu
viðfangsefni og markmið, en þau eru einkum þrenns
konar:
1) Umsjón með kennslu og námsefni kennaraskóla, svo
og kennara- og uppeldisfræðideildum háskóla í umdæmum
sínum. Þá prófa þau og meta á annan hátt hæfni nemenda
að loknu námi í þessum menntastofnunum og leggja til
við menntamálaráðherra, hvaða nemendum, sem lokið
hafa tilskildu námi með góðum árangri, skuli veitt full
kennar ar éttindi.
2) Efla þekkingu á uppeldislegum vandamálum með
tilraunum og rannsóknum. Einnig annast þau framhalds-
námskeið fyrir starfandi kennara.
3) Ráðin starfa sem miðstöðvar fyrir öll mál, er varða
uppeldis- og kennslustörf í umdæmum þeirra.