Menntamál - 01.12.1954, Page 108
142
MENNTAMÁL
Sá stóri hópur barna fer ört vaxandi, sem elst upp í
bæjum og borgum án þess að fá tækifæri til þess að
dvelja í sveit nokkurn tíma á bernskuskeiði sínu.
Ástæðan fyrir þessu er m. a. sú, að nú orðið er fjöldi
fjölskyldna í bæjum og borgum, sem ekki á lengur nein
ættartengsl meðal íbúa í sveitum landsins. En margir
foreldrar eru með því marki brenndir, að þeir telja, að
viðurhlutamikið sé að senda börn sín í fjarlægar byggðir
til bláókunnugs fólks. — Þá er fólksfæð í sveitum, sem
að nokkru veldur því, að ekki eru tök á að taka ung börn
til dvalar.
önnur aðalástæðan fyrir litlum sem engum kynnum
barna og dýra verður þá eðlilega sú, að í bæjunum, og
þá sérstaklega hér í Reykjavík, er fjarska fáskrúðugt
dýralíf. En þar er allmikill gróður.
í þessu sambandi vil ég minna á, að fagurfræðilegt bók-
menntaefni við hæfi barna og unglinga er víða að finna
í sambandi við Ijóð eða frásagnir af dýrum og fuglum.
Ég minni á kvæði Jónasar, Þorsteins Erlingssonar, Gríms
Thomsen eða Páls Ólafssonar og dýrasögur þeirra Guð-
mundar Friðjónssonar og Þorgils Gjallanda. Þessa úr-
valslesefnis fá a. m. k. börn og unglingar ekki notið sem
skyldi, nema þau hafi sjálf persónulega nokkur kynni af
dýrum.
Hér verður því að stinga við fæti og íhuga, hvað hægt
er að gera til úrbóta í þessu efni.
Ég tel, að brýna nauðsyn beri til þess að koma hið fyrsta
á fót hér í höfuðborginni eða í grennd við hana vísi að
húsdýragarði. Þetta gæti verið skemmtilegur dvalarstaður
í frístundum fyrir yngri sem eldri, en þó tel ég, að börn-
um yrði hann ómetanlegur reitur til yndis og ánægju-
auka.
Smám saman gæti svo þessi fræðslu- og skemmtigarð-
ur vaxið, og þá yrði safnað þar saman vel flestum ís-
lenzkum dýrum og fuglum.