Menntamál - 01.12.1954, Page 113
menntamál
147
Rædd voru þessi efni:
1. Kennsla treggáfaðra barna og fávita.
2. Kennsla málhaltra barna og heyrnarsljórra.
3. Kennsla sjóndapurra og blindra barna.
4. Kennsla barna, sem eiga við taugaveiklun, hegðunar-
vandkvæði og tilfinningalífstruflanir að stríða.
Aðaltilgangur mótsins var að gefa sérfróðum barna-
kennurum á Norðurlöndum kost á að kynnast, skiptast á
upplýsingum um starfsaðferðir og starfsárangur og ræða
sjónarmið þau, sem lögð eru til grundvallar við sérkennslu
í ólíkum löndum.
I stuttu máli er ógerlegt að gefa nokkurt yfirlit yfir það,
sem rætt var á mótinu. Aðferðir þær, sem notaðar eru til
að kenna afbrigðilegum börnum, eru margvíslegar og fá-
um fært að vera sérfræðingur nema á einu sviði slíkrar
kennslu. Þeir einir, sem starfa á einhverju sérsviði, höfðu
því þörf fyrir og full not af að fylgjast með umræðum og
fræðslu um kennsluaðferðir.
Markmið og árangur sérkennslu varðar hins vegar alla
kennara og þjóðfélagið í heild.
Markmið sérkennslu er einkum tvenns konar.
1. Að gera börnum, sem geta ekki haft full not af kennslu
í venjulegum skólum, kleift að öðlast kunnáttu, sem
hægt er að láta þeim í té með sérstökum kennsluað-
ferðum og sérstöku skipulagi skóla.
2. Stuðla að því, að afbrigðileg börn geti náð sem æski-
legustum persónuleika- og skapgerðarþroska.
Síðara markmiðinu er aðeins hægt að ná, ef börnin fá
bóklega og verklega kennslu, sem er miðuð við námsgetu
þeirra, en hún getur ýmist verið skert vegna greindar-
skorts, galla á skynfærum eða tilfinningalífstruflana.
Skólanám, sem er ekki við hæfi barns, er ekki aðeins til-
gangslítið, vegna þess að barnið lærir lítið, heldur getur
það verið skaðlegt vegna þeirra áhrifa, sem það hefur á
mótun persónuleikans.