Menntamál - 01.12.1954, Síða 114
148
MENNTAMÁL
Margar athyglisverðar upplýsingar komu fram á mót-
inu um árangur sérkennslu. Athuganir, sem hafa verið
gerðar í Noregi, sýna t. d., að börn, sem notið hafa sér-
kennslu, fremja mun sjaldnar afbrot en börn þau, sem
þarfnast slíkrar kennslu, en hafa ekki orðið hennar að-
njótandi.
Lítill vafi er á því, að margir verða að nýtum starfandi
mönnum vegna sérkennslunnar, sem án hennar mundu,
er tímar líða fram, verða öryrkjar á framfæri ríkis og
sveitar, afbrotamenn eða sjúklingar á geðveikrahælum.
Hér á landi munu vera nokkur hundruð börn, sem þarfn-
ast sérkennslu sérmenntaðra kennara. Lítil tök eru á því
að veita þessum börnum kennslu við þeirra hæfi.
Margt höfum við íslendingar vel gert í fræðslumálum á
undanförnum árum, en sérmenntun kennara og sérstök
kennsla fyrir börn, sem geta ekki stundað nám meðal
venjulegra barna, er mikilvægur þáttur fræðslumálanna,
og þeim þætti höfum við ekki gefið gaum sem skyldi, efa-
laust vegna þess, að okkur hefur ekki verið fyllilega ljóst,
hve mikið er hægt að gera fyrir þessi börn.
Ég hef sagt frá móti sérmenntaðra barnakennara til að
vekja athygli á þessum þætti fræðslumálanna, en vert
væri, að íslenzkir kennarar létu hann ekki afskiptalausan.