Menntamál - 01.12.1954, Page 125
menntamál
159
Popular comics. 5. Superman. 6. Bambi. 7. Kong Kylie med
Hopalong Cassidy. 8. Den snedige Ongel Joakim. 9. Trenck.
Das Gespensterregiment. 10. Tarzan. 11. Peter Pan og Kap-
tajn Klo. 12. Sheriff Fedtmule. 13. Donald Duck. 14. Tarz-
an. 15. King of the bullwhip Lash Larue. 16. Funny Ani-
mals. 17. Anders And & Co. 18. Haunted. I am Dr. Death.
19. Roy and the ghost well mystery. 20. Lad Sack Loved By
Millions.
Kennaralaun að verðleikum.
Einn af merkustu mönnum skólasögunnar kvað svo að
orði, sem mörgum er kunnugt, um laun kennara, að þau
skuli vera svo lág, að vondur maður smái þau, en svo há, að
góður drengur sækist eftir þeim. Svo má mæla, þegar ráð
er gert fyrir þeim aðstæðum og eldmóði, að vitneskjan um
vel unnið starf ein sér metist fullgild umbun fyrir unnið
verk. En við hvers manns dyr stendur: „Ég þarf líka að
lifa.“ Lágmarkskrafa um laun manna er, að þau séu þurft-
arlaun, svo að af þeim megi lifa sæmilegu lífi. Það er al-
menn regla. Hitt er að mínum dómi hæpin jafnaðar-
mennska, að verkmaður eigi þess engan kost og enga von,
að hafa hag eða sæmd af því að vinna verk sitt betur en
aðrir eða gera jafnvel meir og betur en sanngjarnt er að
krefjast.
Embættismenn hafa föst hámarkslaun, og virðist ekki
auðveldara að hafa þar annan hátt á. En þó að það „ein-
faldasta sé alltaf bezt,“ er ekki sama, í hverju einfeldnin
er fólgin. Nokkur sanngirni er, að menn hafi laun í hlut-
falli við afköst, hvar sem þeir vinna. Og launin eru eðlileg-
ust viðurkenning af hálfu þess, er verkið þiggur. Ég tel,
að reglur okkar um hámarkslaun séu á engan hátt fallnar
til að glæða starfsvilja. Það er álit mitt, að ríkisvaldið
neyti ekki færis sem skyldi til að auka afköst og vinnugæði
kennara með því að gefa þeim kost á sanngjarnri og náttúr-