Menntamál - 01.12.1954, Page 127
menntamál
161
KENNARAFUNDIR OG ÁLYKTANIR
FRÁ FULLTRÚAÞINGI S. í. B.
Þrettánda fulltrúaþing Sambands íslenzkra barna-
kennara var háð í Melaskólanum í Reykjavík dagana 8.—
11. júní 1954.
Uppeldisfræðingarnir dr. Broddi Jóhannesson, Jónas
Pálsson M. A., dr. Matthías Jónasson og dr. Símon Jóh.
Ágústsson prófessor fluttu framsöguerindi um Hlutverk
skólasálfræSinga. Snorri Sigfússon námsstjóri hafði fram-
sögu um Sparif jársöfnun í slcólum. Arngrímur Kristjáns-
son hafði framsögu um námskrá fyrir barnaskólana.
Eftirfarandi tillögur voru samþykktar:
I.
Fulltrúaþing S. f. B. liáð í Reykjavík í júní 1954 telur brýna nauð-
syn hera til jiess, að komið verði á sálfræðilegri jjjónustu í barna- og
unglingaskólum. Þingið skorar jiví á hæstvirtan menntamálaráð-
herra að beita sér fyrir því, að á komandi hausti verði ráðnir sál-
fræðingar til jjess að hefja þetta starf.
II.
Sökum þess að Kennaraskóla íslands skortir viðunandi aðstöðu til
kennsluæfinga telur Jjingað, að hann fái ekki að fullu rækt jtað starf,
sem honum er ákvarðað með lögum nr. 16. 2. gr., frá 12. marz 1947,
og mun svo verða, meðan æfingaskóla hefur ekki verið komið á
fót. Þingið hendir einnig á það, að skv. lögum er æfinga- og tilrauna-
skólanum m. a. ætlað að hafa með liöndum uppeldis- og kennslu-
fræðilegar athuganir og liafa jafnframt forgöngu um, að slíkar rann-
sóknir verði gerðar í öðrum skólum. Athuganir jiær á ýmsum kennslu-
aðferðum og árangri jjeirra, sem nefnd lög henda á, munu, þegar til
framkvæmda koma, verða kennslu- og uppeldisstarfi skólanna til
hins mesta gagns.
Þingið skorar Jjess vcgna á hæstvirtan menntamálaráðherra að hraða
11
L