Menntamál - 01.12.1954, Qupperneq 128
162
MENNTAMÁL
framkvæmd laga nr. 16, frá 12. marz 1947, um æfinga- og tilrauna-
skóla.
III.
Fulltrúaþing S. í. B. 1954 lætur í ljós ánægju sína yfir þeirri fyrir-
ætlun Landsbankans aS freista þess að vekja hreyfingu í landinu í
þeim tilgangi að glæða sparnaðar- og ráðdeildarhug meðal uppvaxandi
æsku, og heitir þeirri viðleitni stuðningi sínum.
IV.
Þrettánda fulltrúaþing S. í. B. leggur sérstaka áherzlu á, að fjárhags-
grundvöllur Ríkisútgáfu námsbóka verði tryggður, svo að hún geti á
hverjum tíma fullnægt þörfum skólanna og um leið verið opin fyrir
nýjungum í gerð námsbóka og annarra skólanauðsynja.
Þingið telur nauðsynlegt, að Ríkisútgáfan verði sjálfstætt ríkis-
fyrirtæki, með framkvæmdastjóra, sem hafi staðgóða reynslu og þekk-
ingu á starfi skólanna.
V.
Þrettánda fulltrúaþing S. í. B. 1954 lýsir megnri andúð á starf-
semi þeirra manna, er standa fyrir útgáfu alls konar sakamálatíma-
rita, sem flytja glæpa- og afbrotasögur og hófu göngu sína á síðast
liðnu ári. Telur þingið nauðsynlegt, að nöfn þessara útgefenda séu
birt, og skorar á viðkomandi stjórnarvöld að hlutast til um, að svo
verði. Lesefni þessara tímarita ásamt ýmsum kvikmyndum um sama
efni og svo nefnd „hasarblöð' eru tvímælalaust siðspillandi fyrir
börn og unglinga og því óhæf til lestrar eða sýningar hjá menningar-
þjóð.
VI.
Þrettánda þing S. í. B., haldið í Reykjavík dagana 8. til 11. júní
1954, beinir þeirri áskorun til yfirstjórnar fræðslumála, að hún hlut-
ist til um, að upp verði teknar í Kennaraskóla íslands leiðbeiningar
á grundvelli þeirrar starfsuppeldisfræði (aktivitetspedagogik), sem nú
ryður sér ört til rúms í skólum erlendis. Jafnframt beinir þingið þeim
eindregnu tilmælum til fræðslumálastjórnarinnar og stjórnar S. í. B.,
að unnið verði í næstu framtíð miklu markvissara en verið hefur að
útgáfu bóka og ýmissa gagna, sem nauðsynleg eru til þess, að starfræn
kennsla verði almennt upp tekin í skólum landsins eða eftir því
sem við verður komið.
VII.
Þrettánda þing S. í. B. beinir þeirri áskorun til fræðslumálastjórn-
arinnar, að þegar verði ráðin bót á því misræmi, sem ríkt hefur í