Menntamál - 01.12.1954, Side 133
MENNTAMÁL
167
AS lokum þakkaði fundurinn Snorra Sigfússyni langt og heillaríkt
starf í þágu kennslu- og menningarmála.
Um tuttugu kennarar af Vestfjörðum sóttu fundinn.
AÐALFUNDUR
KENNARASAMBANDS AUSTURLANDS.
10. aðalfundur Kennarasambands Austurlands var haldinn á Reyð-
arfirði dagana 25. og 26. sept., og sóttu hann 12 kennarar af fólags-
svæðinu. Gestur fundarins var Snorri Sigfússon, er flutti erindi um
sparifjársöfnun skólabarna.
Einnig flutti Skúli Þorsteinsson skólastjóri erindi um félagskennd
kennara. Aðalumræðuefni fundarins var erindi, er Ármann Halldórs-
son flutti í forföllum Þórarins Þórarinssonar skólastjóra á Eiðum og
fjallaði um unglingafræðsluna og Eiðaskóla. Rædd voru og ýmis mál
austfirzkra kennara.
Meðal ályktana fundarins má geta:
1. Bindindisfrœðsla. a) 10. aðalfundur K. S. A. beinir þeirri áskor-
un til kennara á sambandssvæðinu, að styðja hvers konar starfsemi
til eflingar bindindi og útbreiðslu bindindishugsjóna að rækja af
fyllstu samvizkusemi þá bindindisfræðslu, sem þeir geta komið við í
starfi sínu og lögboðin er. Ennfremur telur fundurinn mjög æski-
legt, þar sem enginn félagsskapur er til meðal barna og unglinga á
skólaaldri, sem vinnur að bindindismálum, að kennarar beiti sér fyrir
stofnun skólabindindisfélaga i unglingaskólum og starfi i þeim sem
leiðbeinendur, eða ef það þykir henta betur, þá beiti þeir sér fyrir
bindindisstarfi í þeim félögum, sem til eru á hverjum stað og ná til
sem flestra unglinga á sama aldri. b) 10. aðalfundur IC. S. A. óskar, að
jteir kennarar á sambandssvæðinu, sem vinna að bindindismálum með-
al unglinga, gefi aðalfundi K. S. A. árlega skýrslu um störf félaga
þeirra, er þeir starfa í, svo hægt sé á einum stað að fá yfirsýn yfir, livað
gerist 1 þessum málum og hagnýta reynsluna, sem fæst.
2. Unglingafrœðsla. a) 10. aðalfundur K. S. A. leggur til, að sem
fyrst verði komið á fullkomnu gagnfræðanámi á Austurlandi samkvæmt
gildandi fræðslulögum og telur heppilegast, að sköpuð sé til þess að-
staða við Eiðaskóla. b) Ennfremur vill fundurinn, að gefnu tilefni,
láta ákveðið í ljós þá skoðun sína, að fráleitt sé að ljúka gagnfræða-
prófi á þremur árum miðað við þær kröfur, sem nú eru gerðar
samkv. námsskrá.