Menntamál - 01.12.1954, Page 135
menntamál
169
kvöldið, en þá voru sýndar kvikmyndir og erindi flutt í félagsheimil-
inu Breiðabliki. Á sunnudaginn hlýddu fundarmenn messu að Fá-
skrúðarbakka. Sóknarpresturinn séra Þorsteinn L. Jónsson flutti ræð-
una, en séra Þorgrímur Sigurðsson Staðarstað þjónaði fyrir altari.
í lok fundarins bauð stjórn kennarafélagsins til kaffidrykkju að
Vegamótum. — Þar afhenti Þórður Gíslason kcnnari í Staðarsveit
Stefáni Jónssyni námsstjóra mynd af Stykkishólmi frá kcnnurum á
Snæfellsnesi, en Stefán námsstjóri tekur 1 liaust við námsstjóra-
störfum á Norðurlandi. Flutti Þórður námsstjóra þakkir kennara fyrir
störf hans. — Voru margar ræður fluttar í þessu skilnaðarhófi.
Fundarmönnum var skipt niður til gistingar á heimili í nágrenn-
inu, og rómuðu þeir mjög móttökurnar.
Stjórn kennarafélagsins undirbjó fundinn og sá urn allar nióttök-
ur. Miklaholtshreppur lánaði félagsheimilið Breiðablik án endur-
gjalds. Fundinum stjórnaði Alexander Guðbjartsson bóndi og kenn-
ari á Stakkhamri.
AÐALFUNDUR KENNARAFÉLAGS EYJAFJARÐAR.
Laugardaginn 2. okt. hélt Kennarafélag Eyjafjarðar aðalfund sinn
í barnaskólanum á Akureyri, og komu þar 32 kennarar af félagssvæð-
inu, en í félaginu eru nú 50 aðalfélagar og 5 aukafélagar. Fundinum
barst kveðjuskeyti frá Snorra Sigfússyni, sem verið hefur formaður
félagsins frá stofnun þess, eða samfleytt i 23 ár. Hann gat ekki mætt á
fundinum vegna anna við undirbúning sparifjárstarfseminnar í
barnaskólunum. Fundurinn sendi honum þakkarskeyti fyrir langa
og farsæla forustu í félagsmálum kennara hér nyrðra. Hann er nú
heiðursfélagi í samtökum norðlenzkra barnakennara, og þá um leið
heiðursfélagi Kennarafélags Eyjafjarðar.
Á fundinum sagði Eiríkur Stefánsson kennari frá för sinni til
Danmerkur á liðnu sumri og því helzta, sem bar þar fyrir augu og
eyru. Ilann var einn af þeim, sem þáði heimboð danskra kennara í
sumar. Þá voru rædd ýmis mál varðandi skóla og kennslu, svo sem
námsefni i barnaskólum, nauðsyn á aðstoð skólasálfræðinga við
barnaskólana, einkum þá stærri o. fl.
Þá fóru fram venjuleg aðalfundarstörf og kosningar. í stjórn voru
kosnir Hannes J. Magnússon formaður. Eiríkur Sigurðsson ritari og
Páll Gunnnarsson gjaldkeri.