Menntamál - 01.12.1954, Síða 138
172
MENNTAMÁL
mjög nauðsynlegt að ráða sem skjótast bót á erfiðleikum þeirra skóla,
sem enga söngkennara hafa, t. d. með skólaútvarpi, farkennslu í
söng o. fl.
4) Aðalfundur S. í. skorar á fræðslumáfastjórnina að beita sér fyrir
því, að ríflegt fé verði ætlað á fjárlögum 1955 til námskeiða fyrir
kennara.
LANDSSAMBAND FRAMHALDSSKÓLAKENNARA
5. FULLTRÚAÞING.
L. S. F. K. var haldð í Reykjavík 23.-25. sept. s.l. Þingforsetar Svein-
björn Sigurjónsson, yfirkennari Reykjavík, Haraldur Steinþórsson,
ísafirði, og Þorsteinn Bjarnason, Reykjavík.
Þingið sátu um 30 fulltrúar frá 15 skólum. Eins og venja er á þing-
um sambandsins, stör'fuðu allir þingfulltrúarnir í nokkrum nefnd-
unt, sem undirbjuggu tillögur til umræðu og afgreiðslu á almenn-
um þingfundum. Var unnið mjög kappsamlega, enda gengu störf
þingsins greiðlega.
Formaður og gjaldkeri sambandsins fluttu skýrslu stjórnarinnar
og var stjórninni þakkað fyrir vel unnin störf. Guðmundur Þorláksson
skýrði frá störfum námsefnisnefndar, sem menntamálaráðherra skip-
aði vorið 1953 til að endurskoða námsefni skóla, en Guðmundur sat
í nefndinni tiln. af stjórn L. S. F. K.
Iiosningar fóru fram á síðasta fundi. Form. sambandsins var end-
urkosinn Helgi Þorláksson. Aðrir í stjórn voru kosnir: Sigurður Ingi-
mundarson (varaform.), Haraldur Ágústsson (gjaldkeri), Björn Þor-
steinsson (ritari), Þráinn Löve (aðstoðarrit.), Gunnar Benediktsson og
Halldóra Eggertsdóttir. Þá voru kosnir fulltrúar á þing B. S. R. B.
Sigurður Ingimundarson, Helgi Þorláksson, Sigríður Arnlaugsdóttir
og Björn Þorsteinsson.
Að lokum sendi þingið forseta íslands og forsetafrú árnaðarkveðjur.
Alyktanir þmgsins fjölluðu utn þessi mál:
Rikisútgáfa námsbóka.
Þingið ítrekaði samþykkt síðasta þings um, að ríkisútgáfan sjái öll-
um nemendum á skyldustigi fyrir ókeypis námsltókum, og reynt verði
að lélta öðrum nemendum kostnað við bókakaup.