Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 139
menntamál
173
Námsstjórn.
Þingið leggur áherzlu á að fá virka námsstjórn á framhaldsskóla-
stiginu, sem fylgist með kennslunni og leiðbeini kennurum í starfi
þeirra. Störf námsstjóra mega ekki vera fyrst og fremst skrifstofustörf.
Tillögur til breytinga á fyrirkomulagi, námsefni, kennsluaðferðum
o. fl. verða að byggjast á þekkingu, sem námsstjórar hafa aflað sér um
skólastörf og árangur þeirra.
Valfrelsi og lesstofur.
Þingið taldi æskilegt, að nám við framhaldsskóla yrði frjálsara en
jiað er nú, en frumskilyrði þess væri, að lesstofur og hentugar vinnu-
stofur væru útbúnar í skólunum.
Eftirlit með utgáfu rita.
Þingið taldi nauðsynlegt, að aljtingi skipaði nefnd með fulltrú-
uni kennara og barnaverndarnefnda til að hafa sterkt eftirlit með
útgáfu blaða og rita, sem flytja á siðspillandi hátt frásagnir um kyn-
ferðis- og glæpamál, og hefði nefndin vald til að láta stöðva útgáfu
slíkra rita, þegar henni jiætti jxirf.
Þá taldi þingið sjálfsagt, að útgefanda sé getið á öllum ritum, sent
út koma.
Einnig taldi ju'ngið nauðsynlegt, að lierða eftirlit með kvikmynd-
um, og kvikmyndaliús yrðu látin sæta ábyrgð, ef jtau fylgja ekki ákvæð-
um eftirlitsmanna. Þá sé og fylgt dæmi margra annarra menningar-
jjjóða og bannaður innflutningur á hvers konar myndskreyttum glæpa-
sagnaheftum.
Launamál.
Umræður leiddu í ljós almenna skoðun kennara á Jtví, að launa-
kjör kennara væru orðin óviðunandi. Þingið samjtykkti að fela
stjórninni að tilnefna nefnd til að gera tillögur um jtau mál og
fylgja [)eim eftir í samráði við stjórnina.
Nefndin skyldi skipuð tveim fulltrúum frá héraðsskólum, tveim
frá gagnfræðaskólum og tveim frá húsmæðraskólum.
Allerfitt hefur reynzt að fá Jtessa nefnd fullskipaða, en jjcssir
kennarar liafa þegar tekið sæti í nefndinni, og unnu þeir að tillögum
23.-25. okt.:
Frá héraðsskólum: William Möller, Skógaskóla.
Frá gagnfræðaskólum: Guömundur Þorláksson, Gagnfræðaskóla
Austurbæjar, Friðbjörn Benónýsson, Gagnfræðaskóla við Lindargötu.
Frá húsmæðraskólum: Bryndís Steinsjtórsdóttir, Aðalbjörg Hólm-
steinsdóttir.