Menntamál - 01.12.1954, Qupperneq 148
182
MENNTAMÁL
inn til kennslunnar þekktasti sérfræðingur Þjóðverja í þeirri grein,
dr. Paul Nitsche frá Köln.
Dr. Nitsche er kennari í raddmyndun við kennaradeild tónlistar-
háskólans í Köin og namsstjóri söngkennslu í fylkinu Nordhein-
Westfalen. Hann er jafnframt þekktur söngstjóri og einsöngvari.
Kórar hans eru í fremstu röð þýzkra kóra og víðþekktir af söng í út-
varp og þátttöku í innlendum og erlendum söngmótum. Dr. Nitsche
hefur áður haldið kennaranámsskeið utan heimalands síns, í Austur-
ríki, Hollandi og Sviss.
Tilhögun þessa námsskeiðs var á þá lund, að kennsla fór fram kl.
13:30—18:30 daglega. Skýrði dr. Nitsche mótun og þróun raddarinn-
ar með fyrirlestrum og margs konar æfingum. Auk þess sýndi hann
kennsluna í framkvæmd með hóp barna á aldrinum 8—11 ára. Túlk-
ar voru dr. Heinz Edelstein og Róbert A. Ottósson, hljómsveitarstjóri,
og má að verulegu leyti þakka þeim þann ágæta árangur, er varð af
störfum námsskeiðsins.
Fullyrða má, að dr. Nitsche er einn hinn færasti sérfræðingur á
sínu sviði, sem nú er uppi. Það var íslenzkum söngkennurum mikið
liapp að fá slíkan afhurðamann til leiðsagnar í kennslugrein, sem
flestum er vandasamari og enn er í mestu niðurlægingu í flcstum skól-
um hérlendis. Dr. Nitsche vann sér hylli allra, er kynntust honum
hér, sökum þekkingar sinnar, ljúfmennsku og frábærra kennara-
hæfileika.
1 sambandi við námsskeiðið voru ílutl nokkur erindi urn söng
og söngkennslu í skólum. Erindaflutningurinn fór frarn í Mela-
skólanum, en flytjendur voru Sigurður Birkis, söngmálastjóri þjóð-
kirkjunnar, og kennararnir Björgvin Jörgensson, Jón ísleifsson,
l’áll Kr. l’álsson, Páll H. Jónsson og Páll Halldórsson.
Stjórnandi námsskeiðsins var Ingólfur Guðbrandsson.
ÍÞRÓTTANÁMSKEIÐ.
íþróttakennarar liafa á undanförnum árum sótt námsskeið, sem
Iþróttakennaraskóli íslands hefur gengizt fyrir. Námsskeið þessi hafa
verið sérlega vel sótt.
Dagana 16.—24. sept. s. 1. gekkst íþróttakennaraskólinn i sam-
vinnu við Sundsamband íslands fyrir námsskeiði, þar sem aðalgrein-
in var sund og önnuðust kennsluna Robert J. H. Kiphuth, yfirkenn-