Menntamál - 01.12.1954, Síða 152
186
MENNTAMÁL
Erlendar fréttir í stuttu máli.
Sigurjón Björnsson þýddi
úr Bulletin du Bureau international d’Educalion.
Þýzkaland.
Fræðslumalastjórnin hefur ákveðið, að komið skuli á fót einni alls-
herjar stofnun í uppeklis- og fræðslumálum. Stofnun þessari er ætlað
að vera miðstöð fyrir skýrslusöfnun og uppeldisfræðilegar upplýsingar
ásamt því sem hún vinnur að rannsóknum. Aðsetur hennar er fyrst um
sinn Pádagogische Arbeitsstelle í Wiesbaden, en í tengslum við hana
eru:Zentralstelle fíir auslándsclies Bildungswesen, Göttingen,og Haupt-
stelle fúr Erziehung und Unterricht, Berlín. Þær stofnanir eiga að
rannsaka einstök vandamál i sambandi við æðri menntun og fræðslu-
kerfi Austur-Þýzkalands.
Bandarikin:
Árið 1950 lét borgin Denver í Colorado fara fram könnun á skoð-
un alþýðu á gildi núverandi fræðslukerfis. 49% borgarbúa töldu, að
skólarnir gegndu hlutverki sinu sem skyldi. Árið 1953 fór fram ný
skoðanakönnun. Þá voru 59% borgaranna ánægðir með fræðslukerfið.
Hlutfallstala þeirra foreldra, sem töldu, að börnin mættu nægum skiln-
ingi og nytu nægrar aðstoðar í skólunum, var 39% árið 1950, en
53% árið 1953.
Rannsókn, sem geðlækningadeild Columbiaháskólans framkvæmdi
á 2.500.000 börnum í New York (10. hluti allra skólabarna), leiddi í
ljós, að 10% barnanna þjást af tilfinningalífstruflunum, sem þarfn-
ast sálfræðilegra aðgerða, og að þeir skólar eru fáir, sem geta séð börn-
unum fyrir viðhlítandi lækningum.
Rannsóknarstöð fyrir afbrigðileg börn við háskólann í Ulinois, sem
stofnuð var fyrir einu ári til þess að samræma störf ýmissa deilda há-
skólans hefur nú samið kennsluáætlun handa vangefnum, kennslu-
hæfum börnum í samvinnu við fræðslumálastjórn ríkisins og 12 skóla-
hverfi í Ulinois.
Þann 17. maí 1954 felldi liæstiréttur Bandaríkjanna með samhljóða
atkvæðum allra dómenda, 9 að tölu, — úr gilcli lög um aðskilnað kyn-
þátta á öllum stigum opinberrar fræðslu. Hæstiréttur áleit, „að að-
skilnaður svartra barna frá hvítum ylli með þeim minnimáttarkennd