Menntamál - 01.12.1954, Page 154
188
MENNTAMÁL
Holland:
í júlí 1954 var opnaður umferðaskóli í Leewarden. Skólinn hefur
aðsetur sitt í vagni og býr kennarinn í öðrum vagni með fjölskyldu
sinni. Ef vel tekst til með þennan skóla, verða sennilega fleiri skólar
af j^essu tagi stofnaðir til þess að ráða bót á þeim erfiðleikum, sem á
því eru að sjá börnum þeirra, sem ekki hafa fast aðsetur, fyrir fræðslu.
Hollenzka barnaverndarsambandið hefur hafizt handa um undir-
búning að byggingaráætlun til að fullnægja ýmsum þörfum barna.
Nefndum hefur verið falið að kynna sér fyrirkomulag og starfshætti
ýmiss konar stofnana (athugunarstöðva, æskulýðsheimila, móttöku-
stöðva, heimila fyrir vangæf börn, vinnuskóla o. s. frv.). Settar hafa
verið meginreglur fyrir hverja stofnun um sig. Eru þær sniðnar eftir
því, hvers konar börn eiga að sækja stofnanirnar og hverjum aðferð-
um verður beitt þar.
Þing um afbrotaœsku.
Frá 11. til 15. apríl 1954 var háð í Freiburg í Brisgau, í Þýzkalandi,
7. alþjóðamót helgað afbrotaæsku og aðlögunarvandkvæðum barna.
Stjórnandi mótsins var Henri Joubrel (Frakkland) og þátttakendur
130 talsins frá eftirtöldum löndum: Þýzkalandi, Belgiu, Bandaríkjun-
um, Frakklandi, Stóra-Bretlandi, Ítalíu, Hollandi, Saar, Sviss, Tyrk-
landi. Rætt var um samvinnu geðlækna, sálfræðinga og sérmenntaðra
kennara á uppeldisstofnunum.
Alþjóðamót.
Fræðslumálaráðuneyti Austurríkis hefur ákveðið að stofna til al-
Jtjóðlegra móta á sumri komanda fyrir unga kennara og þá, sem beita
sér fyrir æskulýðsmótum í Evrópu.
1. 2.—14. ág. í Zell am See, Salzburg. Umræðuefni: Evrópsk vanda-
mál og uppeldi utan skóla.
2. 8.—14. ág. í Heroldeck kastala, Kárnten: Alþjóðleg söngvika.
3. 8.—14. ág. í Heroldeck kastala: Barnabókmenntir.
Ymis skemmtiatriði verða og á mótum þessum.
ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA BARNAKENNARA OG
LANDSAMBAND FRAMHALDSSKÓLAKENNARA
Ritstjóri: Broddi Jóhannesson.
Afgreiðslu og innheimtu annast Pálmi Jósefsson. Pósthólf 616.
PRENTSMIÐJAN ODDI H.F.