Menntamál - 01.09.1964, Side 19
MENNTAMÁL
13
Þórhallur Bjarnarson var þá 34 ára. Hann var guðfræð-
ingur, gerðist fyrst prestur, var síðar forstöðumaður presta-
skólans, en skipaður biskup 1908. Hann lét alþýðufræðsl-
una mikið til sín taka. Hann var einn af þeim, sem gaf út
Lesbók I—III. Hann studdi einnig mjög framfarir í land-
búnaði.
Björn Jensson var 37 ára. Hann tók próf frá Fjöllista-
skólanum í Kaupmannahöfn, kenndi síðan við lærða skól-
ann til dauðadags, mikilsmetinn og virtur í starfi.
Jónas Jónassen var 49 ára við stofnun kennarafélagsins.
Hann tók próf í læknislræði við Hafnarháskóla, var héraðs-
læknir í Reykjavík, síðar landlæknir. Hann lét heilbrigðis-
mál til sín taka. Aðalverk hans á þeim sviðum var lækn-
ingabók, sem alþýða manna tók tveim höndum og trúði á.
Ólafur Rósinkranz var þá 37 ára. Hann var stúdent.
Hann varð fimleikakennari við latínuskólann. Hann var
áhugamaður um íþróttir og einn af aðalforgöngumönnum
knattspyrnuíþróttarinnar hér á landi.
Helgi F. Helgesen var þá 57 ára. Hann las við Hafnar-
háskóla, en tók guðfræðipróf úr prestaskólanum. Hann var
fyrsti skólastjóri Barnaskóla Reykjavíkur, er stofnaður var
samkvæmt lögum 1802. Hann markaði ákveðin spor í skóla-
stefnu Reykjavíkur um nálega 30 ár.
Eiríkur Briem var 43 ára. Hanu var guðfræðingur og
kenndi við prestaskólann í rúmlega 30 ár, þar til skólinn
var lagður niður með stofnun háskólans 1911. Hann sat í
stjórn margra þjóðnýtra félaga, sat lengi á þingi. Hann gaf
út kennslubækur og lagði mikinn skerf til fræðslu alþýð-
unnar.
Sigurður Sigurðsson var 52 ára. Hann stundaði lengi
barnakennslu, einnig skrifstofustörf og var leiðsögumaður
útlendinga um landið. Hann sigldi þrívegis. Var áhuga-
maður um samtök kennara. Hann var nokkur ár gjaldkeri
kennarafélagsins.
Jónas Helgason var 50 ára, er hann gerðist stofnandi íé-