Kirkjuritið - 01.10.1971, Page 46

Kirkjuritið - 01.10.1971, Page 46
samið rœður sínar fyrirfram. Hann talaði mikið um alvöru syndarinnar og kœrleika Guðs. Hann brýndi fyrir áheyrendum sínum að lifa grandvöru lífi og iðka guðrœkni. Hauge kom aldrei til hugar að stofna eigin söfnuð. Hann taldi sig alltaf vera meðlim kirkjunnar og brýndi fyrir fylgismönnum sínum að sœkja guðsþjónustur og leggja rcekt við sakramenti kirkjunnar. Starf Hauge mœtti fljótt harðri mót- spyrnu. Sú mótspyrna, sem örlaga- ríkust var, kom frá prestunum. Þeim fannst sér misboðið með predikun ómenntaða bóndans. Til var tilskipun frá árinu 1741, sem bannaði leikmönnum að halda guðrœkilegar samkomur án sam- þykkis sóknarprestsins. Þessari tilskip- un var fljótt beitt gegn Hauge. Ein- stöku prestar gáfu Hauge samþykki sitt til að predika eða létu það af- skiptalaust. En fleiri beittu valdi sinu og vildu koma í veg fyrir starf hans. Hauge var því hvað eftir annað handtekinn og varpað í fangelsi, en oftast látinn laus aftur von bráðar. Á þriðja í jólum 1797 hélt Hauge samkomu í Glemminge nálœgt Frið- riksstað. Presturinn hafði messað í kirkjunni daginn áður og var fátt við kirkju. En á samkomunni hjá Hauge var margt manna. Á meðan Hauge var að tala glumdi allt i einu við bjölluhljóð. Þar var kominn sókn- arpresturinn í fylgd með fógetanum til að handtaka Hauge. Öllum viðstöddum brá i brún og bœndurnir bjuggu sig til að leggja hendur á prestinn og koma i veg fyrir handtöku Hauge. 44 ilið að' „Látið þetta ógert," sagði Hauge< fór i yfirhöfn sina og fylgdist mo*' þróalaust með prestinum. Þannig var Hauge. Hann bannað1 vinum sínum að efna til mól'þi"00 gegn yfirvöldunum. Hann vildi heldur þola illt en rísa gegn réttmœtum yf'r' völdum. Eitt sinn var Hauge varpað í fang' elsi i Ál í Hallingdal. Á sunnudegj safnaði lénsmaðurinn saman hópi a gáskafullum unglingum, útvegað' hljóðfœraleikara og fór með alla hersinguna inn í fangelsið til Hauge- ,,Nú verður þú að dansa við okkun Hauge," sagði lénsmannsfrúin þreif í hönd hans. Allir hlógu dátt- „Það skal ég gera, ef þið sp1 það sem ég sting upp á," svan Hauge. Það var samþykkt, og Hauge t° að syngja sálm, sem byrjaði þannig; „Nú má ei máttug rikja i mínu hol°' synd." Lénsmannsfrúin sleppti takinu alla setti hljóða. Er Hauge lauk söngnum, tók hann að predika svo kröftuglega, að marg ir táruðust. Það var allur annar svip' ur yfir hópnum, er hann tindist át úr fangelsinu stuttu siðar. Hauge mœtti ekki andspyrnu hj° öllum áhrifamönnum þjóðarinnar. þar nefna t. d. Johan Nordal Brun> biskup í Bergen, sem sagðist ekk1 sjá ástœðu til að hefta starf Hauge á meðan aðrir mœttu óáreittir sV' virða guðsótta og góða siðu! Að ráði vina sinna keypti Hauge borgarabréf í Bergen og gerðist ua1 skeið kaupmaður þar í bœ. Hann beitti sér mjög fyrir ýmsuA1 Á

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.