Jörð - 01.08.1931, Page 7

Jörð - 01.08.1931, Page 7
HEILSUN 6 Jcirð] að vinna að sínu leyti af alefli að framkvæmd hug- sjónar, sem þegar hefir verið stuttlega tekin fram. Og af því að hún er stofnuð í trú á rétt og sigur- sæld nýja tímans, þá mun hún gera sér allt far um, að komast í sem nánast samband við vaxtarbrodda þá með mannkyninu, sem hún hefir trú á að stefni til lífs. Mun hún og gera sér far um, að veita lesöndunum sem sann- asta útsýn yfir strauma, stefnur, takmörk og horfur í mannkyni nútímans. ísland sem næst fararbroddinum, hvai'vetna þar, sem stefnt er í áttina til lífs — betra, fegurra, fullkomnara lífs: Sú er hugsjón »Jarðar«. Auðnist henni að starfa trúlega undir merki þeirrar hugsjónar, væntir hún' sér allrahelzt skilnings og stuðnings meðal æskunnar. Henn- ar örvandi hönd þráum vér að þrýsta. Æskumenn á öllum aldri! Vér þráum að koma orðum að hugboði því, sem ólgar í brjósti allrar sannrar æsku. Vér gerum oss að vísu ekki von um, að það verði nema til bráðabirgða og í tak- mörkuðum efnum — og ekki úema þér teljið oss verða samstarfs. En auðnist oss það, þó að ekki sé nema tak- markað og til bráðabirgða, — auðnist oss að veita meira lofti, þó að ekki sé nema af skornum skammti, að neist- anum göfga, er æskan ber í brjósti, svo að hinum skæra loga slái í raun og veru upp — þá vonum vér, að vér reyn- umst þeir drengir, að gefa Guði dýrðina. Ásum í Skaftártungu, 1931. T I L <ithu(jurm\ Vitur maður mælti: Kastaðu öllu trú- arlegu frá þér, því er þér finnst þú geta án verið. En það, sem eftir er, skaltu meta sem dýrasta fjársjóð lífs þíns; gæta þess nákvæmlega, að breytni þín sé samkvæm þvf, en ekki andstæð. Mun það þá taka að vaxa heilbrigðum vexti — og fyr en varir, hefir þú eignast til varanlegrar eignar ýmislegt af því, sem þú kastaðir frá þér í upphafi einlægni þinnar.

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.