Jörð - 01.08.1931, Side 21

Jörð - 01.08.1931, Side 21
í GAMLA DAGA 19 Jörð] anlega hrossasmölunina og tröðunina. Á fundi þessum varð það að samkomulagi, að hvorugir skyldu traða brúk- unarhrossin frá hinum og ekki sækja hvorir í annara landareign önnur hross en sín eigin. Þessi sætt hélzt nú ekki að fullu, en minna kvað að yfirgangi tröðunarstráka þaðan í frá. Hrossatröðin í Eyjarhólum var byggð úr stórgrýti og flóruð öll. Vindaugu voru í dyrakömpum; þar í átti að skorða slagbranda, sem í dyrum voru. Sneru dyrnar að bithögum, en tröðin að öðru leyti innan túngarðs, svo moka mátti út úr henni inn á túnið. Á Ytri-Sólheimum var tröðin byggð annarsvegar inn frá traðargarði ;*) voru þar langar og djúpar traðir heim að riða; þær eru nú aflagðar. í tröðinni var hinn mesti atgangur; sló þar saman stóð- hestum og flugust þeir á og bitust. Folöld voru ávallt byrgð úti. Það var gert til þess, að þau yrðu ekki undir í tröðinni, og til þess, að folaldsmerar klumsuðu ekki. — Sá, er fyrstur fór á fætur, hleypti venjulegast úr tröðinni á morgnana. — Sérstaklega minnist ég tveggja stóðhesta, er mestan atgang gerðu í tröðinni. Var annar frá Sól- heimum, jarpur á lit, en hinn frá Pétursey, rauður. Þeg- ar þeir lentu báðir í sömu tröð, var venjulega annar þeirra kominn út að morgni. Að síðustu fékk rauði folinn sár mikið á bóginn. Hékk flipan við, svo stór sem manns hendi, og lagaði blóðið úr. En ekki skeytti Rauður sári þessu og linaðist eigi í áflogunum. Flipan var síðast skorin í burtu, en lengi bar hann þetta svöðusár. — N Y R S T í Eyjarhólatúni var afgirt svæði, sem hét Flötur; þar var féð rekið í seinni hluta vors og látið liggjá þar yfir nóttina. Þetta var gert til þess að fá áburð á Flötinn, og var hann jafnan vel sprottinn seint á túna- slætti. Var þetta kallað að »bæla féð«. — *) »Traðargai'ðar« eru nefndir garðar meðfram heimreið (»tröð- unum«). E. G. 2"

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.