Jörð - 01.08.1931, Page 62

Jörð - 01.08.1931, Page 62
60 BJÖRGUN ÚR DAUÐADÁI [Jörð Ég nefndi að dauðadá gæti stafað af eitrunum, heng- ingu (kyrking og köfnun, reyk), drukknun og frosnun; en auk þess geta eldingar og rafstraumur orsakað það. Eldingar hafa drepið menn hér á landi ; % af þeim, sem verða fyrir eldingu, deyja strax; en stundum orsaka þær dá, sem menn geta raknað úr og lifnað við, ef rétt er með farið. Ég man ekki dæmi þess, að rafstraumur hafi orðið mönnum að bana hér á landi, en slíkt er all títt erlendis, þar sem mikið er af háspennustöðvum og skiftistraum, og má búast við, að slík slys fari að koma fyrir hér. Það er ekki ótítt að menn verða úti, einkum á Norðurlandi; en drukknanir valda flestum slysum hérlendis, og þær eru svo tíðar, að það getur komið fyrir hvert ykkar sem er að vera viðstödd slík slys, eða að finna mann, sem lent hefir í vatni. Þegar slíkt ber við, þá er um að gera að starfa fljótt og starfa vel; þá getur líf mannsins oltið á fáum augnablikum. Séu ekki komin glögg dauðamerki, líkblettir*) eða rotn- un, þá verður að hugsa sér þann möguleika að maðurinn lifi, og þá má engum tíma eyða í óþarfa fálm; allt verður að gerast í einum svip og í réttri röð. Sé maðurinn á þurru, þar sem sæmilega slétt er undir, þarf ekki að færa hann úr stað; en ef þess gerist þörf, verður það að gerast fljótt, en þó ekki mjög óvægilega. Síðan er losað um föt hans um hálsmál, brjóst og mitti. Ekki má hugsa um að leysa bindi eða afhneppa hnappa, það sem ekki er því auðveldara; heldur verður að slíta eða skera, og svo er byrjað stanslaust á því, sem allt er komið undir, að gera andardráttarhjálp. Þar er um tvær aðferðir að ræða að- allega, en ég sleppi hér að tala um nema aðra þeirra, hún er auðlærðari og miklu hægara fyrir einn mann að fram- kvæma hana, auk þess sem hún hefir aðra kosti fram yfir hina, sem hjá æfðum manni verður þó líklega talin heldur áhrifameiri. Aðferðin, sem ég ætla að lýsa og sýna ykkur er kennd *) Stórir bláir blettir, á þeim hlutu líkamans sem niður ve'it, þegar líkið finnst.

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.