Jörð - 01.08.1931, Page 65

Jörð - 01.08.1931, Page 65
BJÖRGUN ÚR DAUÐADÁI Jörð] 63 liðinn, og taki hann að stjrðna, eftir að farið er að fást við hann, mun líka mega telja það ói'ækt dauðamerki. Með Scháfersaðferð endist sami maður lengi, en svo er líka auðvelt að skiftast á, án þess að hlé verði á. Sá sem við tekur krýpur þá við hlið hins og leggur hendurn- ar yfir hendur hans um leið og hann réttir sig við; sá, sem fyr starfaði, dregur svo hendurnar undan um leið og hinn hallar sér áfram; fætinum kemur hann svo yfir um leið og hann réttir sig upp. Séu tveir eða fleiri að björgun, þá er sjálfsagt að ann- ar fari, þegar öndunarhjálp er komin vel af stað, til þess að ná í hjálp og láta senda eftir lækni. En það er regin vitleysa að æða strax af stað éftir lækni og að ekkert sé hugsað um lífgunartilraunir á meðan. Jafnvel þó að svo standi á, að hjálp sé að fá mjög nærri, má ekki eyða dýr- mætasta tímanum í það að ná í hana, því hún getur þá komið of seint. Fyrstu 2—3 mínúturnar eftir að manni hefir verið bjargað úr vatni, má ef til vill lífga hann ef rétt er að farið, þó að það reynist ómögulegt, ef ekki er byrjað fyr en eftir 5 mín. Þessvegna ættu allir að læra lífgunartilraunir; börn innan við fermingu geta gert þær, og bjargað mönnum á þann hátt, ef þau aðeins kunna aðferðina. Sé aðeins einn maður við lífgunina, þá verður hann að halda áfram, og má ekki yfirgefa fyr en orðið er eitt af þrennu: 1. að maðurinn er lifnaður við og orðinn hress; 2. að hann þykist viss um, að maðurinn sé dáinn, eða 3. að hann hefir ekki þol til þess að halda lengur á- fram. En séu fleiri viðstaddir eða komi að, þá er sjálfsagt að senda eftir lækni, og eins að senda til næsta bæjar, til þess að ná í heitt vatn í brúsum eða flöskum, ullarföt, kaffi og hitandi dropa: vín, hoffmannsdropa, kamfóru- dropa, verk- og vindeyðandi eða slíkt og annað sem þurfa þætti. Svo getur verið gott að gefa honum eitthvað heitt eða hitandi að drekka. Og nú á hann að fá að vera í ró. Hann má nú sofna, en loftið þarf að vera gott í herberg-

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/466

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.