Prestafélagsritið - 01.01.1933, Side 8
2
Sigurður P. Sívertsen:
PrestafclagsritiO.
dikunin. Hann segist liafa farið frá Englandi seni guð-
leysingi, en guðrækni Livingstones, auðmýkt, áhugi og
alvara og hið eftirtektarverða í þvi, hvernig hann fram-
kvæmdi skvldustörf sín, hafi gjört það að verkum, að
hann snerist til trúarinnar. Þar kyntist hann manni,
sem með líferni sinu bar þess vitni, að hann vildi yfir-
gefa alt og fylgja Jesú sem lærisveinn lians.
En það eru ótal fleiri dæmi um áhrif af lestri Biblí-
unnar en þau, er mest ber á og sagan segir frá. Fjölda
margir menn hafa úr þeirri lind svalað sálu sinni, liafa
við lestur guðsorðs öðlast guðsþekkingu, guðselsku og
guðstraust, en jafnframt eignast miskuunarlund og kær-
leika, til fátækra, sjúkra og sorgmæddra, volaðra og
þrælkaðra. Biblían hefir verið þeim hvatning til guð-
rækni og góðleika og úr henni hafa þeir teigað háleitar
hugsjónir, sem borist hafa frá þeim út í mannlifið og
smámsaman hafa breytt mörgu til bóta í löggjöf og líf-
erni þjóðanna.
Tiigreina mætti ummæli fjölda manna, stórgáfaðra,
víðsýnna og hámentaðra, sem lofa Biblíuna, og það
ekki aðeins fyrir þær göfugu hugsjónir, er hún flytur
mönnum, og fvrir lýsingar þær á lifi heilagra manna,
er hún segir frá, heldur einnig fjTÍr bókmentalegt gildi
hennar. Hefir með hrifningu verið dáðst að þeim perlum,
sem í Biblíunni væri að finna.
Altaf eykst útbreiðsla Biblíunnar, einnig meðal þjóða,
sem ekki eru kristnar, og er hún þar sumstaðar mikið
lesin. Mjög eftirtektarverða lýsingu á notkun Nýja-testa-
mentisins á Indlandi gefur kristniboðinn Stanley Jones
í hinni merkilegu bók sinni: „Kristur á vegum Indlands“
(Christ of the Indian Road*). Lofar hann þar mjög
*) Bók þessi er aS koma út í íslenzkri þýðingu eftir séra
Halldór Kolbeins í „Jörð“, tímiriti séra Björns O. Björnssonar.
Ættu allir, sein þess eiga kost, að eignast timarit þetta til þess
meðal annars að geta kynst þessari ágætu bók hins fræga
kristniboða.