Prestafélagsritið - 01.01.1933, Page 10
4
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritié.
ir öld hefir haft á þá, er hana hafa lesiö með einlægni
og opnum huga.
Eg skal aðeins nefna eitt dæmi enn. Það er tekið úr
enskri hók, gefinni út á liðnu ári. Hefi ég nýlega lesið bók-
ina og hefir hún gripið hug minn föstum tökum. Bókin er
æfisaga kristins Japana, Toyhiko Kagawa, skrifuð af
enskum manni, sem dvalist hefir um 30 ár í Japan og
kynst Kagawa, unnið með honum og bundist honum
vináttuböndum*). Kagawa er enn á lífi, aðeins 44 ára
gamall (f. 10. júlí 1888), en þó fyrir mörgum árum
orðinn þjóðkunnur maður fyrir trúboðsstarfsemi sína,
sem víðlesinn rithöfundur, og þá ekki sizt fyrir óeigin-
gjarna fórnarþjóhustu í þágu þeirra landa sinna, sem
bágast áttu og eiga og aumastir eru.
Höfundur nefndrar bókar segir frá afturhvarfi Kag-
awa á þcssa leið:
Á skólaárum sinum innan við tvítugt komst Kagawa
undir kristileg áhrif. Hann komst í kynni við góða og
göfuga kristna menn, en hann kyntist líka Biblíunni. í
henni lærði liann um Krist og orð hans las hann með
aðdáun. Sérstaklega náði Fjallræða Jesú á honum föst-
um tökum og gat Kagawa ekki þreyzt á að lesa hana.
Eitt sinn var hann að lesa þessi orð í 6. kap. Matteus-
arguðspjalls: „Gefið gaum að liljum vallarins, hversu
þær vaxa; þær vinna ekki og þær spinna ekki heldur,
en eg segi yður, að jafnvel Salómon i allri dýrð sinni
var ekki svo búinn sem ein þeirra. Fj-rst Guð nú skrýð-
ir svo gras vallarins, sem í dag stendur, en á morgun
verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki mildu frem-
ur klæða yður, þér lítiltrúaðir?“ (v. 28,—30.). Orðin
gagntóku huga hans, og hann las þau aftur og aftur.
Hann rifjaði einnig upp fyrir sér allan kapítulann, sem
*) Bókin lieitir: „Kcigawa by William Axling“ og er gefin
út af „Student Christian Movement Press“ i London. Kom út í
sept. 1932 og aftur i des. sama ár i annari útgáfu.